Tækifæri fyrir frið 11. nóvember 2004 00:01 Hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum hefur í dag vottað palestínsku þjóðinni samúð sína vegna andláts Jassirs Arafats, sem lést í nótt. Íslensk stjórnvöld segja að fráfall Arafats geti boðað ný tækifæri fyrir frið. Arafat var úrskurðaður látinn í nótt en heilsu hans hefur hrakað jafnt og þétt frá því hann var fluttur á hersjúkrahús í útjaðri Parísar fyrir um hálfum mánuði. Enn hefur ekki verið upplýst hvað nákvæmlega amaði að, en Arafat sem var 75 ára, hefur verið meðvitundarlaus frá því í síðustu viku; hann fékk heilablóðfall og líffæri hans hættu að starfa eitt af öðru. Nú síðdegis var lík Arafats flutt með viðhöfn í franskri þotu til Kaíró í Egyptalandi þar sem opinber útför hans fer fram á morgun að viðstöddum ráðamönnum víðs vegar að úr heiminum. Eftir því sem fréttastofa kemst næst mun þó enginn íslenskur fulltrúi sækja útförina. Arafat verður síðan jarðsettur í höfuðstöðvum sínum á Ramallah á laugardag en Ísraelsstjórn hefur þvertekið fyrir að hann fái grafreit í Jerúsalem. Margir hafa vottað Palestínumönnum samúð sína í dag þó jafnframt sé talið að fráfall hans skapi ákveðin tækifæri, ekki síst vegna þess að nú þarf Ísraelsstjórn að standa við þau orð að Arafat hafi verið ein helsta hindrunin fyrir friði. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir ljóst að með fráfalli hans skapist tómarúm „ ... en jafnframt á að skapast tækifæri til að koma friðarferlinu af stað á ný því sumir hafa haldið því fram að hann hafi staðið í vegi fyrir því. Um leið og við látum í ljós sorg yfir því að Arafat sé fallinn frá þá er rétt að bera þá von í brjósti að nú hefjist nýr kafli í friðarferlinu,“ segir forsætisráðherra. Arafat hefur staðið í fylkingabrjósti Palestínumanna í fjörutíu ár og skóp sér nafn í frelsisbaráttunni í gegnum stúdentapólitík en varð síðan stofnandi og forystumaður Fatah-samtakanna til dauðadags. Fortíð Arafats er óneitanlega blóði drifin og Fatah samtökin voru á sínum tíma illræmd hryðjuverkasamtök sem meðal annars stóðu að baki árásunum á ísraelska íþróttamenn á Ólympíuleikunum í Munchen 1972. Arafat sneri baki við hryðjuverkum sem réttmætri aðferð í frelsisbaráttu Palestínumanna um 1988 en beið álitshnekki á alþjóðavettvangi þegar hann studdi innrás Saddams Husseins í Kúveit 1990. Orðspor hans rétti úr kútnum aftur og hann vann friðarverðlaun Nóbels árið 1994 fyrir hlut sinn í Oslóarsamkomulaginu svokallaða með Jitshak Rabín og Shimon Peres. Um 10 til 15 Íslendingar hafa hitt Arafat: Steingrímur Hermannsson, þáverandi forsætisráðherra, heimsótti hann árið 1990 og Halldór Ásgrímsson fyrir tveimur árum. Um kynni sín af Arafat segir Halldór að hann hafi verið afar vingjarnlegur og góðlegur maður sem gott var að tala við. „Hann var einlægur, greinilega mikill hugsjónamaður, þannig að ég hef ágætar minningar frá okkar fundi,“ segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína, er einn þeirra sem hitti leiðtogann. Hann segir Arafat hafa verið óskaplega hlýjan og skýran mann. „Ég minnist þegar við gengum út úr Muqada-stjórnarbyggingunni, sem Ísraelar hafa lagt í rúst, leiddi hann mig alla leiðina fram hjá sandbyrgjunum og um gangana,“ segir Sveinn. Erlent Fréttir Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Sjá meira
Hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum hefur í dag vottað palestínsku þjóðinni samúð sína vegna andláts Jassirs Arafats, sem lést í nótt. Íslensk stjórnvöld segja að fráfall Arafats geti boðað ný tækifæri fyrir frið. Arafat var úrskurðaður látinn í nótt en heilsu hans hefur hrakað jafnt og þétt frá því hann var fluttur á hersjúkrahús í útjaðri Parísar fyrir um hálfum mánuði. Enn hefur ekki verið upplýst hvað nákvæmlega amaði að, en Arafat sem var 75 ára, hefur verið meðvitundarlaus frá því í síðustu viku; hann fékk heilablóðfall og líffæri hans hættu að starfa eitt af öðru. Nú síðdegis var lík Arafats flutt með viðhöfn í franskri þotu til Kaíró í Egyptalandi þar sem opinber útför hans fer fram á morgun að viðstöddum ráðamönnum víðs vegar að úr heiminum. Eftir því sem fréttastofa kemst næst mun þó enginn íslenskur fulltrúi sækja útförina. Arafat verður síðan jarðsettur í höfuðstöðvum sínum á Ramallah á laugardag en Ísraelsstjórn hefur þvertekið fyrir að hann fái grafreit í Jerúsalem. Margir hafa vottað Palestínumönnum samúð sína í dag þó jafnframt sé talið að fráfall hans skapi ákveðin tækifæri, ekki síst vegna þess að nú þarf Ísraelsstjórn að standa við þau orð að Arafat hafi verið ein helsta hindrunin fyrir friði. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir ljóst að með fráfalli hans skapist tómarúm „ ... en jafnframt á að skapast tækifæri til að koma friðarferlinu af stað á ný því sumir hafa haldið því fram að hann hafi staðið í vegi fyrir því. Um leið og við látum í ljós sorg yfir því að Arafat sé fallinn frá þá er rétt að bera þá von í brjósti að nú hefjist nýr kafli í friðarferlinu,“ segir forsætisráðherra. Arafat hefur staðið í fylkingabrjósti Palestínumanna í fjörutíu ár og skóp sér nafn í frelsisbaráttunni í gegnum stúdentapólitík en varð síðan stofnandi og forystumaður Fatah-samtakanna til dauðadags. Fortíð Arafats er óneitanlega blóði drifin og Fatah samtökin voru á sínum tíma illræmd hryðjuverkasamtök sem meðal annars stóðu að baki árásunum á ísraelska íþróttamenn á Ólympíuleikunum í Munchen 1972. Arafat sneri baki við hryðjuverkum sem réttmætri aðferð í frelsisbaráttu Palestínumanna um 1988 en beið álitshnekki á alþjóðavettvangi þegar hann studdi innrás Saddams Husseins í Kúveit 1990. Orðspor hans rétti úr kútnum aftur og hann vann friðarverðlaun Nóbels árið 1994 fyrir hlut sinn í Oslóarsamkomulaginu svokallaða með Jitshak Rabín og Shimon Peres. Um 10 til 15 Íslendingar hafa hitt Arafat: Steingrímur Hermannsson, þáverandi forsætisráðherra, heimsótti hann árið 1990 og Halldór Ásgrímsson fyrir tveimur árum. Um kynni sín af Arafat segir Halldór að hann hafi verið afar vingjarnlegur og góðlegur maður sem gott var að tala við. „Hann var einlægur, greinilega mikill hugsjónamaður, þannig að ég hef ágætar minningar frá okkar fundi,“ segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína, er einn þeirra sem hitti leiðtogann. Hann segir Arafat hafa verið óskaplega hlýjan og skýran mann. „Ég minnist þegar við gengum út úr Muqada-stjórnarbyggingunni, sem Ísraelar hafa lagt í rúst, leiddi hann mig alla leiðina fram hjá sandbyrgjunum og um gangana,“ segir Sveinn.
Erlent Fréttir Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Sjá meira