Innlent

Fordómar hafa aukist

Fordómar gagnvart innflytjendum hafa aukist í íslensku samfélagi á undanförnum árum, samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Alþjóðahúsið. Alþjóðahúsið hyggst kynna könnunina nánar á morgun og aðgerðir til að sporna gegn fordómum. Vegna þessarar aukningar réðst Alþjóðahúsið í útgáfu blaðs sem verður kynnt við sama tilefni. Blaðinu er ætlað að auka umræðu um málefni innflytjenda út frá þeim veruleika sem við blasir og draga um leið úr misskilningi, samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×