Erlent

Fölsuð skjöl um Bush

Skjöl um bága frammistöðu George Bush Bandaríkjaforseta í þjóðvarðliðinu í Texas voru fölsuð. Sjónvarpsstöðin CBS birti fréttaskýringu sem byggðist á skjölunum en hefur nú beðist velvirðingar á mistökunum. Skjölin voru sögð hafa fundist í einkasafni liðþjálfa í þjóðvarðliðinu. Fjótlega komu upp efasemdir þar sem leturgerð í bréfinu var nútímalegri en staðist gat miðað við meintan aldur þeirra. Þetta mál er talið mikill álitshnekkir fyrir CBS og Dan Rather fréttamann. Fulltrúar Bush sögðu í gær að þetta atvik gæfi tilefni til þess að tengslum CBS og kosningabaráttu Kerrys yrði gefinn gaumur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×