Erlent

Vill banna auglýsingarnar

John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, hefur lagt fram beiðni til bandarísku kosningastjórnarinnar, að banna auglýsingar sem birtar hafa verið í sjónvarpi þar sem köstuð er rýrð á feril hans sem hermanns í Víetnam stríðinu. Kerry hefur haldið því fram að auglýsingarnar, sem þykja bæði rætnar og rangar, séu runnar undan rifjum peningamanna í Texas sem vinni ólöglega fyrir kosningaskrifstofu Bush forseta. Kerry segir þá vera að vinna skítverk forsetans. Yfirmenn Hvíta hússins hafa vísað frá allri aðild að auglýsingunum og segja ásakanir Kerrys rangar og tilhæfulausar. Þrátt fyrir þetta hefur stjórn Bush ekki viljað fordæma auglýsingarnar sem segja að Kerry sé ekki eins mikil stríðshetja og hann hefur viljað halda fram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×