Sport

Birgir Leifur hefur leik

Í dag er stór dagur fyrir Birgi Leif Hafþórsson, kylfing úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, en þá hefur hann keppni á sínu fyrsta móti í evrópsku mótaröðinni sem hann vann sér keppnisrétt á fyrir skömmu. Merkilegt nokk fer mótið fram fjarri Evrópu, alla leið í Suður-Afríku, og taka allmargir þekktir kylfingar þátt í mótinu. Er þetta mikið tækifæri fyrir Birgi Leif en allar aðstæður eru fyrsta flokks og yfir engu að kvarta hvað aðbúnað snertir. Flaug hann héðan frá Íslandi um helgina og hefur því fengið tvo daga til æfinga áður en að mótinu sjálfu kemur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×