Sport

Rooney rændur öðru markinu sínu

Hinn 18 ára Wayne Rooney á að hættu að missa annað markið sem hann skoraði gegn Sviss í gær en tækninefnd UEFA er að skoða myndir af markinu til þess að meta hvort að það hafi verið um sjálfsmark að ræða. Rooney skoraði markið á 75.mínútu leiksins, skaut boltanum í stöngina og þaðan fór hann í hnakka markvarðarins Jörg Stiel og í markið. Fjölmiðlafulltrúi UEFA sagði það á blaðamannafundi í morgun að markið yrði hugsanlega skráð sem sjálfsmark á Jörg Stiel. "Ég lét vaða á markið eins fast og ég gat. Ég var heppinn að boltinn fór inn en þetta er mitt mark," sagði Rooney eftir leikinn. Tækninefndin er einnig að skoða fyrra mark Frakka gegn Króötum sem var skráð sem sjálfsmark á Igor Tudor. Margir vildu halda því fram að Zinedine Zidane hafi þar skorað þriðja mark sitt í keppninni en nú er það undir nefndinni komið hvar þeir félagar Zidane og Ronney sitja á listanum yfir markahæstu menn en sem stendur eru þeir í 1. til 3. sæti ásamt Svíanum Henrik Larsson sem spilar sinn annan leik gegn Ítölum í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×