Átta af tíu lokaársnemum féllu 18. júní 2004 00:01 Lektor við Tækniháskóla Íslands hefur sent menntamálaráðherra bréf þar sem hann greinir frá þeirri ákvörðun rektors háskólans að skipa rannsóknarhóp sérfræðinga til að "fara ofan í saumana á prófum, prófsyfirferð, samræmi milli námskeiðs og prófa og fleiru sem þurfa þykir," eins og sagt er í bréfi til kennara skólans. Hann segir rektor grípa til ólöglegra aðgerða þar sem aðeins nemendur og kennarar megi fara fram á að prófniðurstöður séu skoðaðar. Rektor er honum ósammála. Víðtæk stjórnunarheimild sé til að grípa inn í mál. Friðrik Eysteinsson, lektor og sviðstjóri markaðsgreina við THÍ, segir Stefaníu Katrínu Karlsdóttur rektor grípa til ólöglegra aðgerða vegna þess hversu margir féllu. "Hún ætlar ekki að athuga hvers vegna þeir féllu heldur er hún búin að ákveða að þetta sé mér og hinum kennaranum í áfanganum að kenna." Stefanía Katrín Karlsdóttir, segir nemendurna hafa óskað eftir aðgerðum. "Ég væri ekki að gera þessa hluti ef að þetta væri ólögmætt." Stefanía segir að ekki sé um skyldiákvörðun að ræða. "Það eru margir lögfræðingar sem koma að málum. Ef ég hefði ekki gripið til þessara aðgerða þá væri ég að bregaðst mínum starfsskyldum gagnvart nemendum. Það er mjög alvarlegt mál þegar úskriftarnemendur eru að falla með þessum hætti." Hátt fall var í öllum fimm áföngum fyrri annar síðasta skólaárs nemendanna segir Friðrik. "Þetta eru fimm áfangar, Það féllu 20% í alþjóðamarkaðsfræði, 35% í verðlagningu, 58% í sölustjórnun, 63% í stefnumótun markaðsmála og 80% í vörumerkjastjórnun." Fiðrik kenndi tvo áfangana þar sem fallið var mest. Nemendur falli nú á loka ári þar sem það sé meðal annars kennt á ensku. "Þau ráða ekki við þetta. Þau skilja annars vegar ekki það sem er spurt um að hluta til og eiga hins vegar erfitt með að koma því frá sér. Þau eru vön því fyrstu tvö árin að vera í svo kölluðum glæruprófum þar sem kennararnir eru í sumum tilfellum búnir að gefa þeim upp nákvæmlega hvaða glærur koma til prófs. Ég get ekki verið sakaður um að stunda ekki fagleg vinnubrögð þegar ég er að passa upp á það að fólk með ónóga þekkingu komist inn á vinnumarkaðinn." Fréttir Innlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Sjá meira
Lektor við Tækniháskóla Íslands hefur sent menntamálaráðherra bréf þar sem hann greinir frá þeirri ákvörðun rektors háskólans að skipa rannsóknarhóp sérfræðinga til að "fara ofan í saumana á prófum, prófsyfirferð, samræmi milli námskeiðs og prófa og fleiru sem þurfa þykir," eins og sagt er í bréfi til kennara skólans. Hann segir rektor grípa til ólöglegra aðgerða þar sem aðeins nemendur og kennarar megi fara fram á að prófniðurstöður séu skoðaðar. Rektor er honum ósammála. Víðtæk stjórnunarheimild sé til að grípa inn í mál. Friðrik Eysteinsson, lektor og sviðstjóri markaðsgreina við THÍ, segir Stefaníu Katrínu Karlsdóttur rektor grípa til ólöglegra aðgerða vegna þess hversu margir féllu. "Hún ætlar ekki að athuga hvers vegna þeir féllu heldur er hún búin að ákveða að þetta sé mér og hinum kennaranum í áfanganum að kenna." Stefanía Katrín Karlsdóttir, segir nemendurna hafa óskað eftir aðgerðum. "Ég væri ekki að gera þessa hluti ef að þetta væri ólögmætt." Stefanía segir að ekki sé um skyldiákvörðun að ræða. "Það eru margir lögfræðingar sem koma að málum. Ef ég hefði ekki gripið til þessara aðgerða þá væri ég að bregaðst mínum starfsskyldum gagnvart nemendum. Það er mjög alvarlegt mál þegar úskriftarnemendur eru að falla með þessum hætti." Hátt fall var í öllum fimm áföngum fyrri annar síðasta skólaárs nemendanna segir Friðrik. "Þetta eru fimm áfangar, Það féllu 20% í alþjóðamarkaðsfræði, 35% í verðlagningu, 58% í sölustjórnun, 63% í stefnumótun markaðsmála og 80% í vörumerkjastjórnun." Fiðrik kenndi tvo áfangana þar sem fallið var mest. Nemendur falli nú á loka ári þar sem það sé meðal annars kennt á ensku. "Þau ráða ekki við þetta. Þau skilja annars vegar ekki það sem er spurt um að hluta til og eiga hins vegar erfitt með að koma því frá sér. Þau eru vön því fyrstu tvö árin að vera í svo kölluðum glæruprófum þar sem kennararnir eru í sumum tilfellum búnir að gefa þeim upp nákvæmlega hvaða glærur koma til prófs. Ég get ekki verið sakaður um að stunda ekki fagleg vinnubrögð þegar ég er að passa upp á það að fólk með ónóga þekkingu komist inn á vinnumarkaðinn."
Fréttir Innlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Sjá meira