Sport

Juventus og AC Milan sigruðu

AC Milan heldur enn í við Juventus á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Bæði liðin unnu mikilvæga sigra í dag, Milan 2-1 á heimavelli gegn Siena þar sem Andryi Shevchenko skoraði bæði mörkin, og Juventus 1-0 á útivelli með marki frá Alessandro del Piero. Inter gerði enn eitt jafnteflið, nú 3-3 gegn Cagliari. Martins var hetja Inter með tvö mörk. Juventus er langefst í deildinni með 31 stig eftir 12 leiki. AC Milan hefur 25 stig en önnur lið eru langt á eftir og ljóst að baráttan um titilinn verður á milli þessara tveggja liða. AC Milan - Siena 2-1 Shevchenko 26,37 - Argili 32 Cagliari - Inter Milan 3-3 Zola 6 (víti), Langella 33, Esposito 60 - Stankovic 35, Martins 75,89 Fiorentina - Livorno 1-1 Rigano 70 - Lucarelli 77 Lazio - Bologna 2-1 Rocchi 5. Di Canio 84 (víti) - Tare 52 Palermo - Sampdoria 2-0 Toni 19, Brienza 47 Parma - Chievo 2-2 Amauri 54 (sjálfsmark), Morfeo 76 - Amauri 62, Cesar 67 Reggina - Roma 1-0 Bonazzoli 15 Udinese - Messina 1-1 Di Michele 55 - Amoruso 12 Atalanta - Brescia 0-0



Fleiri fréttir

Sjá meira


×