Sport

Jón Arnór skoraði 12 stig

Jón Arnór Stefánsson og lið hans, Dynamo St. Petersburg, bar sigurorð af Lokomotiv Novosibirsk á útivelli í rússnesku úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Dynamo hafði leikinn í hendi sér frá fyrstu mínútu og leiddi 35-21 eftir fyrsta fjórðung. Jón skoraði 12 stig, tók 4 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og fiskaði fjórar villur. Lokatölur urðu 103-86 og hefur Dynamo unnið fimm leiki í deildinni og tapað einum. Jón Arnór finnur sig greinilega vel í rússnesku deildinni og skilar ávallt sínu í leikjum með Dynamo St. Petersburg. Byrjun liðsins lofar góðu um framhaldið og verður fróðlegt að fylgjast með gangi mála hjá körfuknattleiksmanninum knáa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×