Sport

Bandarískir skíðamenn sigursælir

Bandarískir skíðamenn hrósuðu sigri í heimsbikarnum á skíðum í gærkvöldi. Tvítug stúlka frá Vail í Colorado, Lindsay Kildow, náði bestum tíma í bruni í Lake Louise í Alberta-fylki í Kanada. Carole Montille Frakklandi varð önnur og Hilde Gerg Þýskalandi þriðja. Bode Miller náði bestum tíma í brunkeppni í Beaver Creek í Colorado í Bandaríkjunum. Þetta var fjórði sigur Millers í fimm mótum í heimsbikarnum í vetur og samtals sextándi sigur hans. Bandaríkjamenn áttu tvo menn á verðlaunapalli í karlabruninu því Darren Rahlves varð annar en Austurríkismaðurinn Michael Walchover þriðji. Bode Miller er að stinga aðra keppendur af í baráttunni um alpagreinabikarinn. Hann er með 480 stig en annar er Austurríkismaðurinn Michael Walchover með 195 stig. Meiri spenna er í keppni um alpagreinabikar kvenna. Tanja Poutianien Finnlandi er með 340 stig, Anja Person Svíþjóð er önnur með 275 stig og Janica Kostelic Króatíu þriðja með 212 stig. Í kvöld verður keppt í bruni kvenna og stórsvigi karla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×