Sport

Lausn í sjónmáli

Loks virðist ætla að birta til í verkfalli því sem lamað hefur NHL íshokkídeildina bandarísku undanfarna mánuði. Leikmenn og eigendur hafa komið á fundi í vikunni en um langt skeið hefur ekkert þokast í samkomulagsátt og því engin ástæða talin til frekari viðræðna. Verkfallið hefur haft gríðarleg áhrif á íþróttina og skuggi hefur fallið á leikmenn sem ólíkt kollegum sínum í öðrum stórum íþróttagreinum hafa ekki viljað sjá svokallað launaþak í íshokkíinu. Hefur það ollið því að liðin eru mörg hver að skila litlum hagnaði og reyndar tapi í flestum tilfellum. Það aftur hafa eigendurnir illa sætt sig við og því skall verkfallið á í upphafi. Nú er staðan hins vegar þannig að yfir 200 leikmenn hafa farið yfir til Evrópu til að spila fyrir þarlend félög og þeir sem eftir sitja farnir að keppa í áhugamannadeildum til þess eins og halda sér í formi. Hafa margir þeirra gert sér grein fyrir að það gengur ekki til lengdar og vilja spila fyrir alvöru á ný. Ljóst er þó að jafnvel þó verkfalli verði aflýst er leiktíðin því sem næst ónýt og í hæsta lagi hægt að spila 30 til 40 leiki af þeim 82 sem leiktímabilið er venjulega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×