Farsælla að bjóða fram sér 22. desember 2004 00:01 Framsóknarflokkurinn hefur sjaldan eða aldrei verið áhrifameiri í íslenskum stjórnmálum en um þessar mundir þegar forystumaður hans Halldór Ásgrímsson fagnar fyrstu hundrað dögum sínum í embætti. En á sama tíma hefur flokkurinn varla í annan tíma notið eins lítils fylgis meðal kjósenda. Nýtilkomin stjórnarforysta Framsóknarflokksins skilaði flokknum litlu í síðustu fylgiskönnun Gallups í nóvember. Þar fékk flokkurinn 11.2% sem er örlitlu minna en mánuðina þar á undan og talsvert minna en í kosningunum 2003 en þá fékk hann 17.7%. Halldór Ásgrímsson segir í viðtali sem birtist á morgun í tilefni þess að fyrstu hundrað dagar hans í embætti eru liðnir, að hann telji ekki að flokkurinn sé að líða fyrir langt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. -Er ímynd Framsóknarflokksins orðin hættulega samtvinnuð ímynd Sjálfstæðismanna? "Nei, ég tel það ekki vera vandamál. Þetta eru báðir sterkir flokkar og samstarfið hefur verið farsælt." Enn verri er svo útkoma í könnun Gallups sem gerð var um miðjan nóvember um borgarmál. Þar var spurt um fylgi við einstaka flokka innan R-listans og var niðurstaðan sú að Framsókn hefði fengið 4.4%, engan mann kjörinn og minna fylgi en Frjálslyndi flokkurinn. "Ég tel alveg ljóst að R-listinn gagnist Samfylkingunni og Vinstri grænum mun betur en Framsóknarflokknum. Fólk kennir R-listann meira við þessa flokka en Framsóknarflokkinn, það er ekkert nýtt." -En nú er Alfreð Þorsteinsson mjög áberandi og Sjálfstæðismenn segja hann í rauninni yfirborgarstjóra? "Ég veit ekki hvort hægt er að draga miklar ályktanir út frá skoðanakönnunum, það eru ekki alltaf skýringar á því sem þær segja á milli kosninga." -Telurðu að Framsókn eigi að bjóða fram sér? "Það verður að meta í hvert skipti. Ég tel almennt farsælla fyrir flokka að bjóða fram sér. Það takast hins vegar ólík sjónarmið þarna á. Ég bendi á það eru fleiri dæmi um þetta en í Reykjavík. Til dæmis hefur Framsóknarflokkurinn boðið fram með Sjálfstæðisflokknum á Húsavík." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hefur sjaldan eða aldrei verið áhrifameiri í íslenskum stjórnmálum en um þessar mundir þegar forystumaður hans Halldór Ásgrímsson fagnar fyrstu hundrað dögum sínum í embætti. En á sama tíma hefur flokkurinn varla í annan tíma notið eins lítils fylgis meðal kjósenda. Nýtilkomin stjórnarforysta Framsóknarflokksins skilaði flokknum litlu í síðustu fylgiskönnun Gallups í nóvember. Þar fékk flokkurinn 11.2% sem er örlitlu minna en mánuðina þar á undan og talsvert minna en í kosningunum 2003 en þá fékk hann 17.7%. Halldór Ásgrímsson segir í viðtali sem birtist á morgun í tilefni þess að fyrstu hundrað dagar hans í embætti eru liðnir, að hann telji ekki að flokkurinn sé að líða fyrir langt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. -Er ímynd Framsóknarflokksins orðin hættulega samtvinnuð ímynd Sjálfstæðismanna? "Nei, ég tel það ekki vera vandamál. Þetta eru báðir sterkir flokkar og samstarfið hefur verið farsælt." Enn verri er svo útkoma í könnun Gallups sem gerð var um miðjan nóvember um borgarmál. Þar var spurt um fylgi við einstaka flokka innan R-listans og var niðurstaðan sú að Framsókn hefði fengið 4.4%, engan mann kjörinn og minna fylgi en Frjálslyndi flokkurinn. "Ég tel alveg ljóst að R-listinn gagnist Samfylkingunni og Vinstri grænum mun betur en Framsóknarflokknum. Fólk kennir R-listann meira við þessa flokka en Framsóknarflokkinn, það er ekkert nýtt." -En nú er Alfreð Þorsteinsson mjög áberandi og Sjálfstæðismenn segja hann í rauninni yfirborgarstjóra? "Ég veit ekki hvort hægt er að draga miklar ályktanir út frá skoðanakönnunum, það eru ekki alltaf skýringar á því sem þær segja á milli kosninga." -Telurðu að Framsókn eigi að bjóða fram sér? "Það verður að meta í hvert skipti. Ég tel almennt farsælla fyrir flokka að bjóða fram sér. Það takast hins vegar ólík sjónarmið þarna á. Ég bendi á það eru fleiri dæmi um þetta en í Reykjavík. Til dæmis hefur Framsóknarflokkurinn boðið fram með Sjálfstæðisflokknum á Húsavík."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira