Erlent

Þrjú létust í sjálfsmorðsárás

Tveir ísraelskir landamæraverðir létu lífið og sextán manns særðust þegar nítján ára palestínsk stúlka sprengdi sjálfa sig í loft upp á fjölförnum gatnamótum í Jerúsalem. Helgasta trúarhátíð gyðinga, Yom Kippur, hefst á morgun og því er meiri viðbúnaður en ella í Ísrael og var landamærunum að Vesturbakkanum lokað í síðustu viku. Það kom þó ekki í veg fyrir árásina. Píslarvættir al Aqsa-hryðjuverkasamtakanna lýstu ábyrgð á árásinni á hendur sér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×