Erlent

Erdogan má búast við gagnrýni

Búist er við því að Recep Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, fái vænan skammt af gagnrýni þegar hann fundar með forystumönnum Evrópusambandsins í dag. Erdogan ræðir við forystumenn Evrópusambandsins um möguleika Tyrklands á að fá aðild að sambandinu en efasemdir eru uppi um hvort Tyrkir uppfylli skilyrði fyrir aðild. Erdogan ræðir í dag við Günther Verheugen sem fer með stækkunarmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Josep Borrell, forseta þings Evrópusambandsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×