Erlent

ESB ætlar að herða vinnulöggjöf

Evrópusambandið hyggst herða reglur um hámarksvinnutíma innan landa sambandsins. Sem stendur er hámarksvinnutími 48 stundir á viku, en þó hefur verið hægt að fara á sveig við það hingað til. Nú þarf hins vegar samþykki bæði starfsmanns og stéttarfélags til þess að lengja vinnuvikuna ef hugmyndir framkvæmdastjórnar ESB verða að veruleika. Forkólfar í viðskiptalífi Bretlands eru óhressir með hugmyndirnar og segja þær til marks um það hve mikið skrifstofubákn Evrópusambandið sé. Það eigi að vera val hvers og eins hve lengi hann vilji vinna. Forsvarsmenn stéttarfélaga eru hins vegar á öndverðum meiði og segja tillögurnar ekki ganga nógu langt, réttast hefði verið að hafa hámarkstímann enn styttri



Fleiri fréttir

Sjá meira


×