Erlent

Annar gísl drepinn

Mannræningjar, sem héldu þremur gíslum í haldi, segjast nú hafa drepið einn þeirra, en annar var drepinn sólarhring áður. Annar tveggja kvenvísindamanna, sem eru í haldi Bandaríkjahers, verður hugsanlega sleppt í dag, en það er meginkrafa mannræningjanna. Rihab Taha, sem þekkt er sem doktor sýkill, hlýtur hugsanlega frelsi í kjölfar þess að mál hennar var endurskoðað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×