Vélin lætur á sér standa 25. október 2004 00:01 Kennaraverkfall - Kristbjörn Árnason kennari Ég hef þraukað 5 vikur í verkfalli, fremur leiðinleg tilvera eða eins og konan sagði, þetta er eins að vera sífellt að bíða eftir flugi til rétts áfangastaðar, en vélin lætur á sér standa. Það er ótrúlegt hvað fólk getur látið út úr sér um verkfallið. Auðvitað bitnar verkfallið á foreldrum og á að gera það. Á netinu, voru að berast upplýsingar um, að margir foreldrar hafi eytt sumarleyfi næsta árs og notað 1000 – 1500 kr. á dag í gæslu fyrir börnin sín. Einhverjir að maka greinilega krókinn. Sorgleg eru viðbrögð margra foreldra (ekki allra sem betur fer) barna sem eiga undir högg að sækja, einmitt foreldrar sem ættu að hafa mestan skilning á okkar störfum og málstað. Þessir foreldrar ættu auðvitað að skammast sín fyrir viðbrögð sín og líta í eiginn barm. Ekki það, að þeir létu í sér heyra heldur hitt að þeir skyldu ráðast á okkur kennara en ekki á þann sem ber ábyrgðina og þá sem bjóða sig fram til þess að bera hana. En ýmsir stjórnmálamenn þessarar þjóðar sem fallið hafa á þessu prófi. Það hallærilegasta sem hefur heyrst, er auðvitað það, þegar ný valinn formaður hins nýja verkamanna sambands hótaði okkur kennurum og fór mikið fyrir honum. Það væru verkamannasambandsmenn sem drægu “vagninn”. Ég veit ekki hvaða vagn hann talar um, það hlýtur að vera vagn með mykjuhlassi. Það var ótrúlegt bull sem þessi bolti lét út úr sér fara. Ég veit ekki til þess að þetta félag sem hann er formaður fyrir, hafi í manna minnum verið í forystu fyrir einhverri baráttu um eitthvað, sem máli skiptir. Það er fremur aðrir félagar úr öðrum stéttarfélögum sem hafa reynt dröslast áfram með þessa menn til baráttu. Þessa menn sem í skjóli nætur hafa læðst á fundi með atvinnurekendasamtökunum og samið um eitthvað sem enginn veit um hvað er og ákveðið það hvað aðrir megi semja um eða gera. Svona menn í verkalýðsstétt voru nefndir ljótum nöfnum hér áður fyrr á árum. Það er auðvitað staðreynd, að forystumenn fjölmargra félaga innan ASÍ eru á þeirri skoðun, að opinberir starfsmenn eigi ekki að hafa frjálsan samnings- og verkfallsrétt, heldur takmarkaðan rétt. Þessari skoðun deila þeir með samtökum atvinnurekanda. Það er þeirra bjargfasta skoðun, að opinberir starfsmenn megi ekki að nokkurn hátt hafa mótandi áhrif á launakjör í landinu. Það er stutt síðan að meðal annars ég, fór í eina af þessum kröfugöngum forystumanna ASÍ til að brjóta á bak aftur kjarasamninga BHMR. sem gerði samninga um ákvæði í kjarasamningum sem VSÍ og ASÍ gátu ekki sætt sig við. Það nákvæmlega sama er að gerast nú og undanfarin ár. Hið nýja verkamannasamband hefur gert nákvæmlega samskonar samninga og ekki bara við samtök atvinnurekanda heldur einnig við íhaldsstjórnina sem nú hefur ríkt hér á landi um langt skeið og hefur verið iðin við brjóta niður ýmis félagsleg réttindi launafólks. Í svonefndum þjóðarsáttarsamningum 1990 komu opinberir starfsmenn að kjarasamn-ingunum, a.m.k. í orði kveðnu. Þeir höfðu mótandi áhrif á þá samninga. En nú er allt gert í skjóli nætur. Skuggaleg næturævintýri sem eru að sjálfsögðu hinir mestu miðstýringar gjörn-ingar seinni ára með mjög vafasömum áhrifum á heilbrigt atvinnulíf. Í kjölfarið hafa síðan önnur samtök launafólks gert kjarasamninga sem í orði kveðnu hljóða upp á það sama. En gera það ekki, þar sem í gangi eru allskonar baksamningar milli aðila. Nægir að nefna samn-inga t.d. iðnaðarmanna þessu til áréttingar. M.ö.o. einskonar svört samningastarfsemi sem við opinberir starfsmenn tökum ekki þátt í. Síðan koma stjórnmálamenn heilagir í framan og segja framan í alþjóð og að þeir geti ekki brotið þjóðarsátt í kjarasamningum með því að semja við okkur kennara. Það er engin þjóðarsátt. Einhverju næturæfintýri hefur verið troðið oní kok á launa-mönnum og stéttarfélögum þeirra, með loforði um að það sé hægt að semja um eitthvað á bak við tjöldin. Bara að opinberir starfsmenn fái ekkert að vita um gjörninginn. Foreldrar, það komið að ykkur að krefjast lausnar á kjaradeilunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Kennaraverkfall - Kristbjörn Árnason kennari Ég hef þraukað 5 vikur í verkfalli, fremur leiðinleg tilvera eða eins og konan sagði, þetta er eins að vera sífellt að bíða eftir flugi til rétts áfangastaðar, en vélin lætur á sér standa. Það er ótrúlegt hvað fólk getur látið út úr sér um verkfallið. Auðvitað bitnar verkfallið á foreldrum og á að gera það. Á netinu, voru að berast upplýsingar um, að margir foreldrar hafi eytt sumarleyfi næsta árs og notað 1000 – 1500 kr. á dag í gæslu fyrir börnin sín. Einhverjir að maka greinilega krókinn. Sorgleg eru viðbrögð margra foreldra (ekki allra sem betur fer) barna sem eiga undir högg að sækja, einmitt foreldrar sem ættu að hafa mestan skilning á okkar störfum og málstað. Þessir foreldrar ættu auðvitað að skammast sín fyrir viðbrögð sín og líta í eiginn barm. Ekki það, að þeir létu í sér heyra heldur hitt að þeir skyldu ráðast á okkur kennara en ekki á þann sem ber ábyrgðina og þá sem bjóða sig fram til þess að bera hana. En ýmsir stjórnmálamenn þessarar þjóðar sem fallið hafa á þessu prófi. Það hallærilegasta sem hefur heyrst, er auðvitað það, þegar ný valinn formaður hins nýja verkamanna sambands hótaði okkur kennurum og fór mikið fyrir honum. Það væru verkamannasambandsmenn sem drægu “vagninn”. Ég veit ekki hvaða vagn hann talar um, það hlýtur að vera vagn með mykjuhlassi. Það var ótrúlegt bull sem þessi bolti lét út úr sér fara. Ég veit ekki til þess að þetta félag sem hann er formaður fyrir, hafi í manna minnum verið í forystu fyrir einhverri baráttu um eitthvað, sem máli skiptir. Það er fremur aðrir félagar úr öðrum stéttarfélögum sem hafa reynt dröslast áfram með þessa menn til baráttu. Þessa menn sem í skjóli nætur hafa læðst á fundi með atvinnurekendasamtökunum og samið um eitthvað sem enginn veit um hvað er og ákveðið það hvað aðrir megi semja um eða gera. Svona menn í verkalýðsstétt voru nefndir ljótum nöfnum hér áður fyrr á árum. Það er auðvitað staðreynd, að forystumenn fjölmargra félaga innan ASÍ eru á þeirri skoðun, að opinberir starfsmenn eigi ekki að hafa frjálsan samnings- og verkfallsrétt, heldur takmarkaðan rétt. Þessari skoðun deila þeir með samtökum atvinnurekanda. Það er þeirra bjargfasta skoðun, að opinberir starfsmenn megi ekki að nokkurn hátt hafa mótandi áhrif á launakjör í landinu. Það er stutt síðan að meðal annars ég, fór í eina af þessum kröfugöngum forystumanna ASÍ til að brjóta á bak aftur kjarasamninga BHMR. sem gerði samninga um ákvæði í kjarasamningum sem VSÍ og ASÍ gátu ekki sætt sig við. Það nákvæmlega sama er að gerast nú og undanfarin ár. Hið nýja verkamannasamband hefur gert nákvæmlega samskonar samninga og ekki bara við samtök atvinnurekanda heldur einnig við íhaldsstjórnina sem nú hefur ríkt hér á landi um langt skeið og hefur verið iðin við brjóta niður ýmis félagsleg réttindi launafólks. Í svonefndum þjóðarsáttarsamningum 1990 komu opinberir starfsmenn að kjarasamn-ingunum, a.m.k. í orði kveðnu. Þeir höfðu mótandi áhrif á þá samninga. En nú er allt gert í skjóli nætur. Skuggaleg næturævintýri sem eru að sjálfsögðu hinir mestu miðstýringar gjörn-ingar seinni ára með mjög vafasömum áhrifum á heilbrigt atvinnulíf. Í kjölfarið hafa síðan önnur samtök launafólks gert kjarasamninga sem í orði kveðnu hljóða upp á það sama. En gera það ekki, þar sem í gangi eru allskonar baksamningar milli aðila. Nægir að nefna samn-inga t.d. iðnaðarmanna þessu til áréttingar. M.ö.o. einskonar svört samningastarfsemi sem við opinberir starfsmenn tökum ekki þátt í. Síðan koma stjórnmálamenn heilagir í framan og segja framan í alþjóð og að þeir geti ekki brotið þjóðarsátt í kjarasamningum með því að semja við okkur kennara. Það er engin þjóðarsátt. Einhverju næturæfintýri hefur verið troðið oní kok á launa-mönnum og stéttarfélögum þeirra, með loforði um að það sé hægt að semja um eitthvað á bak við tjöldin. Bara að opinberir starfsmenn fái ekkert að vita um gjörninginn. Foreldrar, það komið að ykkur að krefjast lausnar á kjaradeilunni.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun