Erlent

Höfuðpaur Sínaí-árása fundinn

Höfuðpaur hryðjuverkamannanna sem sprengdu hótel á Sínaískaga og kostuðu 34 einstaklinga lífið var Palestínumaður sem lést í árásinni. Þetta er niðurstaða rannsóknar egypsku lögreglunnar. Ayad Said Saleh skipulagði árásina og lést ásamt egypskum samverkamanni sínum þegar sprengjurnar sprungu of snemma að sögn lögreglu. Fimm Egyptar hafa verið handteknir og tveggja er leitað. Lögreglan segir Saleh hafa skipulagt árásina í hefndarskyni fyrir versnandi ástand í Palestínu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×