Erlent

Út í geim

Richard Branson, eigandi Virgin-fyrirtækjahópsins, verður seint sakaður um að setja markið ekki hátt. Árum saman hefur Virgin Atlantic flugfélagið verði meginviðfangsefni hans, en hvers vegna að fljúga í tíu kílómetra hæð á milli landa eins og allir hinir þegar maður vill í raun komast miklu lengra Branson? dreymir um að komast út í geiminn og hefur þess vegna komið á fót nýju félagi, Virgin Galactic, sem á að bjóða þeim sem eiga nægilega mikið skotsilfur í stuttar geimferðir. Frá og með árinu 2007 er stefnt að því að fimm farþegar í einu geti brugðið sér eins og hundrað kílómetra upp í loft og svifið þar þyngdarlausir í um þrjár klukkustundir. Miðinn á að kosta 110 þúsund pund, eða sem nemur tæpum 14 milljónum króna. Innifalið í verðmiðanum er að vísu þriggja daga þjálfun. Fyrstu fimm árin gera Branson og félagar ráð fyrir því að fimm þúsund manns komist hátt upp, rétt upp fyrir mörk þess sem telst vera geimurinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×