Innlent

Mikill hafís norðan við land

Flugvél Landhelgisgæslu Íslands, TF-SYN, varð vör við nokkra stóra borgarísjaka á reki fyrir Norðurlandi í gær. Ísjakinn sem var næstur landi var skammt norður af Siglunesi við Siglufjörð. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er hafís meiri í ár en gengur og gerist, líklega má rekja það til hafstrauma og vindátta. Hafíss verður aðallega vart við Ísland á vorin og sumrin. Hjá Landhelgisgæslu Íslands fengust þær upplýsingar að ekki stafi mikil hætta af borgarísjökum þar sem auðvelt er að sjá þá í ratsjá og forðast þá. Meiri hætta stafar hins vegar af minni ís sem marar rétt við yfirborðið og getur valdið skemmdum á bátum. Mikið af slíkum ís er nú fyrir norðan. Landhelgisgæslan flýgur reglulega yfir og lætur Veðurstofuna vita ef það sést til hafíss og Veðurstofan kemur tilkynningum á framfæri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×