Innlent

Einstæðir illa úti

Verði af verkfalli kennara kemur það einstaklega illa niður á þeim sem eru einir með börn, segir Ingimundur Sveinn Pálsson, formaður Félags einstæðra foreldra. Hann segir stöðu einstæðra þó æði misjafna. "Hægt er að segja að foreldrar séu misjafnlega einstæðir. Sumir hafa stuðning ættingja og vina og fyrrverandi maka en aðrir ekki. Verkfall kemur að sjálfsögðu verst út fyrir þá sem hafa engan stuðning," segir Ingimundur. Foreldrar sex til átta ára barna standi verst en margir geti treyst á pössun eldri barna en tekjumissir komi sér sérstaklega illa fyrir fjölmarga einstæða foreldra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×