Börn og foreldrar áhyggjufull 7. september 2004 00:01 Verkfall kennara veldur kvíða og óvissu skólabarna, segir Baldur Kristjánsson, dósent í uppeldis- og þroskasálfræði við Kennaraháskóla Íslands. Móðir drengs á fyrsta skólaári segir foreldra hafa miklar áhyggjur af stöðu kjaraviðræðna kennara og sveitarfélaga. Hún krossleggur fingur og vonar að deilendur nái saman. Ingibjörg Ingadóttir, verkefnastjóri hjá Heimili og skóla - landssamtökum foreldra, á soninn Pálma sem hefur nýlega hafið nám í Kópavogsskóla. Hún segir hann ekki gera sér grein fyrir hvaða áhrif verkfall geti haft á líf hans. "Þetta verður börnunum erfitt. Loksins þegar þau hafa smá slípast saman sem hópur í bekknum verður þeim kippt út úr skólanum," segir Ingibjörg. Undir það tekur Baldur og segir börnin tapa ákveðnum takti í lífi sínu komi til verkfalls. Það geti torveldað þeim aðlögunina í nýju umhverfi. Þau ættu þó að vera fljót að ná sér á strik þegar skólastarfið hefjist að nýju. Ingibjörg segir að verði verkfallið langt komi það illilega við pyngju fjölskyldunnar þar sem þau hjónin þurfi væntanlega að taka frí frá vinnu. Erfitt geti orðið að fá barnapössun fyrir sex ára son sinn. "Ég er þegar farin að hugsa hvort ég þurfi hreinlega að leita að unglingum sem einnig verða í verkfalli til að passa barnið mitt," segir Ingibjörg og bendir á að samfélagið hafi mikið breyst. Hún hafi ekki sama stuðningsnet foreldra eins og tíðkast hafi í hennar æsku: "Áður var alltaf einhver heima en það er minna um það núna. Oft eru ömmur og afar útivinnandi og í mörgum tilvikum eru þau einfaldlega orðin of gömul og treysta sér ekki í barnapössun." Baldur segir grunnskólana spila stærra hlutverk í lífi barnanna nú heldur en þegar mæður voru heimavinnandi: "Börnin eyða miklum hluta dagsins í skólanum. Hann er þeim mjög mikilvægur og þar fer fram allskyns uppeldisstarf sem foreldrar eru ekki endilega færir um að veita eins og áður. Það er að sjálfsögðu misjafnt eftir heimilum en skýrist af því að allt sem snýr að þekkingu í nútímaþjóðfélagi er nú flóknara." Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Verkfall kennara veldur kvíða og óvissu skólabarna, segir Baldur Kristjánsson, dósent í uppeldis- og þroskasálfræði við Kennaraháskóla Íslands. Móðir drengs á fyrsta skólaári segir foreldra hafa miklar áhyggjur af stöðu kjaraviðræðna kennara og sveitarfélaga. Hún krossleggur fingur og vonar að deilendur nái saman. Ingibjörg Ingadóttir, verkefnastjóri hjá Heimili og skóla - landssamtökum foreldra, á soninn Pálma sem hefur nýlega hafið nám í Kópavogsskóla. Hún segir hann ekki gera sér grein fyrir hvaða áhrif verkfall geti haft á líf hans. "Þetta verður börnunum erfitt. Loksins þegar þau hafa smá slípast saman sem hópur í bekknum verður þeim kippt út úr skólanum," segir Ingibjörg. Undir það tekur Baldur og segir börnin tapa ákveðnum takti í lífi sínu komi til verkfalls. Það geti torveldað þeim aðlögunina í nýju umhverfi. Þau ættu þó að vera fljót að ná sér á strik þegar skólastarfið hefjist að nýju. Ingibjörg segir að verði verkfallið langt komi það illilega við pyngju fjölskyldunnar þar sem þau hjónin þurfi væntanlega að taka frí frá vinnu. Erfitt geti orðið að fá barnapössun fyrir sex ára son sinn. "Ég er þegar farin að hugsa hvort ég þurfi hreinlega að leita að unglingum sem einnig verða í verkfalli til að passa barnið mitt," segir Ingibjörg og bendir á að samfélagið hafi mikið breyst. Hún hafi ekki sama stuðningsnet foreldra eins og tíðkast hafi í hennar æsku: "Áður var alltaf einhver heima en það er minna um það núna. Oft eru ömmur og afar útivinnandi og í mörgum tilvikum eru þau einfaldlega orðin of gömul og treysta sér ekki í barnapössun." Baldur segir grunnskólana spila stærra hlutverk í lífi barnanna nú heldur en þegar mæður voru heimavinnandi: "Börnin eyða miklum hluta dagsins í skólanum. Hann er þeim mjög mikilvægur og þar fer fram allskyns uppeldisstarf sem foreldrar eru ekki endilega færir um að veita eins og áður. Það er að sjálfsögðu misjafnt eftir heimilum en skýrist af því að allt sem snýr að þekkingu í nútímaþjóðfélagi er nú flóknara."
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira