Friðrik Óperudraugnum 9. ágúst 2004 00:01 Aðal jólamyndin í kvikmyndaheiminum í ár er myndin, The Phantom of the Opera, sem byggist á samnefndum söngleik Andrew Lloyds Webber. Söngleikurinn, sem var saminn upp úr skáldsögu eftir Gaston Leroux, sló í gegn á West End í London er hann var frumsýndur þar árið 1986 og hefur verið sýndur þar allar götur síðan við miklar vinsældir. Kvikmyndin, sem er í leikstjórn Joel Schumacher, er spáð mikill velgengni en Íslendingar tengjast bíómyndinni á fleiri en einn vegu. Eins og áður hefur verið greint frá er aðalleikarinn í The Phantom of the Opera, Gerard Butler, en hann er nú að undirbúa sig fyrir Íslandsdvöl og aðalhlutverkið í bíómyndinni Bjólfskviðu sem er í framleiðslu Friðriks Þórs og í leikstjórn Sturlu Gunnarssonar. Leikaranum er spáð heimsfrægð í kjölfar Phantom of the Opera og ætti það að auk hróður landsins að skarta honum í Bjólfskviðu. En Friðrik Karlsson, fyrrum gítarleikari Mezzoforte, hefur einnig lagt sitt að mörkum til að gera kvikmyndina The Phantom of the Opera að veruleika. Hann sér um gítarleikinn í kvikmyndinni en Friðrik hefur verið búsettur í London síðustu árin og tekist að koma ár sinni vel fyrir borð þar í landi. Í Phantom of the Opera vann Friðrik undir stjórn eins virtasta tónlistarstjórnanda heims, Nigel Wright en hann er meðal annars þekktur fyrir samstarf sitt með Barböru Streisand, Jose Carreras, Boyzone og Andrew Lloyd Webber sem hann hefur lengi unnið náið með. DV greindi frá því í gær að stúlknabandið Nylon héldi til London í september til að taka upp tónlist sína í upptökuveri Nigel Wright. Það ku vera komið til vegna Friðriks Karlssonar en hann hefur nokkrum sinnum áður starfað með Nigel Wright meðal annars þegar Friðrik sá um gítarleik fyrir hljómsveitina Boyzone í laginu, No Matter What, sem sat mánuðum saman í toppsæti breskra vinsældarlistans. Friðrik Karlsson samdi lög fyrir íslensku Nylon stelpurnar samhliða upptökum á tónlist fyrir kvikmyndina Phantom of the Opera og þegar það barst í tal við Nigel Wright bauð tónlistarstjórinn fram aðstoð sína og aðstöðu til þess að Nylon gæti hljóðritað nokkur lög í London. Upptökuverið er einnig í eigu tónskáldsins Andrew Lloyds Webbers og því aldrei að vita nema við fáum næst fregnir af Nylon stelpunum á West End. En þó stelpurnar starfi nú í umhverfi heimsfrægra tónlistarmanna segir Einar Bárðason, umboðsmaður Nylon, að stúlkurnar stefni alls ekki á heimsfrægð heldur verði lög hljómsveitarinnar öll hljóðrituð á íslensku. Kvikmyndin Phantom of the Opera þar sem Íslendingar fá að hlýða á gítarleik Friðriks, verður sýnd hér á landi á vegum Sambíóanna, en áætlað er að frumsýna myndina í febrúar. Menning Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Aðal jólamyndin í kvikmyndaheiminum í ár er myndin, The Phantom of the Opera, sem byggist á samnefndum söngleik Andrew Lloyds Webber. Söngleikurinn, sem var saminn upp úr skáldsögu eftir Gaston Leroux, sló í gegn á West End í London er hann var frumsýndur þar árið 1986 og hefur verið sýndur þar allar götur síðan við miklar vinsældir. Kvikmyndin, sem er í leikstjórn Joel Schumacher, er spáð mikill velgengni en Íslendingar tengjast bíómyndinni á fleiri en einn vegu. Eins og áður hefur verið greint frá er aðalleikarinn í The Phantom of the Opera, Gerard Butler, en hann er nú að undirbúa sig fyrir Íslandsdvöl og aðalhlutverkið í bíómyndinni Bjólfskviðu sem er í framleiðslu Friðriks Þórs og í leikstjórn Sturlu Gunnarssonar. Leikaranum er spáð heimsfrægð í kjölfar Phantom of the Opera og ætti það að auk hróður landsins að skarta honum í Bjólfskviðu. En Friðrik Karlsson, fyrrum gítarleikari Mezzoforte, hefur einnig lagt sitt að mörkum til að gera kvikmyndina The Phantom of the Opera að veruleika. Hann sér um gítarleikinn í kvikmyndinni en Friðrik hefur verið búsettur í London síðustu árin og tekist að koma ár sinni vel fyrir borð þar í landi. Í Phantom of the Opera vann Friðrik undir stjórn eins virtasta tónlistarstjórnanda heims, Nigel Wright en hann er meðal annars þekktur fyrir samstarf sitt með Barböru Streisand, Jose Carreras, Boyzone og Andrew Lloyd Webber sem hann hefur lengi unnið náið með. DV greindi frá því í gær að stúlknabandið Nylon héldi til London í september til að taka upp tónlist sína í upptökuveri Nigel Wright. Það ku vera komið til vegna Friðriks Karlssonar en hann hefur nokkrum sinnum áður starfað með Nigel Wright meðal annars þegar Friðrik sá um gítarleik fyrir hljómsveitina Boyzone í laginu, No Matter What, sem sat mánuðum saman í toppsæti breskra vinsældarlistans. Friðrik Karlsson samdi lög fyrir íslensku Nylon stelpurnar samhliða upptökum á tónlist fyrir kvikmyndina Phantom of the Opera og þegar það barst í tal við Nigel Wright bauð tónlistarstjórinn fram aðstoð sína og aðstöðu til þess að Nylon gæti hljóðritað nokkur lög í London. Upptökuverið er einnig í eigu tónskáldsins Andrew Lloyds Webbers og því aldrei að vita nema við fáum næst fregnir af Nylon stelpunum á West End. En þó stelpurnar starfi nú í umhverfi heimsfrægra tónlistarmanna segir Einar Bárðason, umboðsmaður Nylon, að stúlkurnar stefni alls ekki á heimsfrægð heldur verði lög hljómsveitarinnar öll hljóðrituð á íslensku. Kvikmyndin Phantom of the Opera þar sem Íslendingar fá að hlýða á gítarleik Friðriks, verður sýnd hér á landi á vegum Sambíóanna, en áætlað er að frumsýna myndina í febrúar.
Menning Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira