Friðrik Óperudraugnum 9. ágúst 2004 00:01 Aðal jólamyndin í kvikmyndaheiminum í ár er myndin, The Phantom of the Opera, sem byggist á samnefndum söngleik Andrew Lloyds Webber. Söngleikurinn, sem var saminn upp úr skáldsögu eftir Gaston Leroux, sló í gegn á West End í London er hann var frumsýndur þar árið 1986 og hefur verið sýndur þar allar götur síðan við miklar vinsældir. Kvikmyndin, sem er í leikstjórn Joel Schumacher, er spáð mikill velgengni en Íslendingar tengjast bíómyndinni á fleiri en einn vegu. Eins og áður hefur verið greint frá er aðalleikarinn í The Phantom of the Opera, Gerard Butler, en hann er nú að undirbúa sig fyrir Íslandsdvöl og aðalhlutverkið í bíómyndinni Bjólfskviðu sem er í framleiðslu Friðriks Þórs og í leikstjórn Sturlu Gunnarssonar. Leikaranum er spáð heimsfrægð í kjölfar Phantom of the Opera og ætti það að auk hróður landsins að skarta honum í Bjólfskviðu. En Friðrik Karlsson, fyrrum gítarleikari Mezzoforte, hefur einnig lagt sitt að mörkum til að gera kvikmyndina The Phantom of the Opera að veruleika. Hann sér um gítarleikinn í kvikmyndinni en Friðrik hefur verið búsettur í London síðustu árin og tekist að koma ár sinni vel fyrir borð þar í landi. Í Phantom of the Opera vann Friðrik undir stjórn eins virtasta tónlistarstjórnanda heims, Nigel Wright en hann er meðal annars þekktur fyrir samstarf sitt með Barböru Streisand, Jose Carreras, Boyzone og Andrew Lloyd Webber sem hann hefur lengi unnið náið með. DV greindi frá því í gær að stúlknabandið Nylon héldi til London í september til að taka upp tónlist sína í upptökuveri Nigel Wright. Það ku vera komið til vegna Friðriks Karlssonar en hann hefur nokkrum sinnum áður starfað með Nigel Wright meðal annars þegar Friðrik sá um gítarleik fyrir hljómsveitina Boyzone í laginu, No Matter What, sem sat mánuðum saman í toppsæti breskra vinsældarlistans. Friðrik Karlsson samdi lög fyrir íslensku Nylon stelpurnar samhliða upptökum á tónlist fyrir kvikmyndina Phantom of the Opera og þegar það barst í tal við Nigel Wright bauð tónlistarstjórinn fram aðstoð sína og aðstöðu til þess að Nylon gæti hljóðritað nokkur lög í London. Upptökuverið er einnig í eigu tónskáldsins Andrew Lloyds Webbers og því aldrei að vita nema við fáum næst fregnir af Nylon stelpunum á West End. En þó stelpurnar starfi nú í umhverfi heimsfrægra tónlistarmanna segir Einar Bárðason, umboðsmaður Nylon, að stúlkurnar stefni alls ekki á heimsfrægð heldur verði lög hljómsveitarinnar öll hljóðrituð á íslensku. Kvikmyndin Phantom of the Opera þar sem Íslendingar fá að hlýða á gítarleik Friðriks, verður sýnd hér á landi á vegum Sambíóanna, en áætlað er að frumsýna myndina í febrúar. Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira
Aðal jólamyndin í kvikmyndaheiminum í ár er myndin, The Phantom of the Opera, sem byggist á samnefndum söngleik Andrew Lloyds Webber. Söngleikurinn, sem var saminn upp úr skáldsögu eftir Gaston Leroux, sló í gegn á West End í London er hann var frumsýndur þar árið 1986 og hefur verið sýndur þar allar götur síðan við miklar vinsældir. Kvikmyndin, sem er í leikstjórn Joel Schumacher, er spáð mikill velgengni en Íslendingar tengjast bíómyndinni á fleiri en einn vegu. Eins og áður hefur verið greint frá er aðalleikarinn í The Phantom of the Opera, Gerard Butler, en hann er nú að undirbúa sig fyrir Íslandsdvöl og aðalhlutverkið í bíómyndinni Bjólfskviðu sem er í framleiðslu Friðriks Þórs og í leikstjórn Sturlu Gunnarssonar. Leikaranum er spáð heimsfrægð í kjölfar Phantom of the Opera og ætti það að auk hróður landsins að skarta honum í Bjólfskviðu. En Friðrik Karlsson, fyrrum gítarleikari Mezzoforte, hefur einnig lagt sitt að mörkum til að gera kvikmyndina The Phantom of the Opera að veruleika. Hann sér um gítarleikinn í kvikmyndinni en Friðrik hefur verið búsettur í London síðustu árin og tekist að koma ár sinni vel fyrir borð þar í landi. Í Phantom of the Opera vann Friðrik undir stjórn eins virtasta tónlistarstjórnanda heims, Nigel Wright en hann er meðal annars þekktur fyrir samstarf sitt með Barböru Streisand, Jose Carreras, Boyzone og Andrew Lloyd Webber sem hann hefur lengi unnið náið með. DV greindi frá því í gær að stúlknabandið Nylon héldi til London í september til að taka upp tónlist sína í upptökuveri Nigel Wright. Það ku vera komið til vegna Friðriks Karlssonar en hann hefur nokkrum sinnum áður starfað með Nigel Wright meðal annars þegar Friðrik sá um gítarleik fyrir hljómsveitina Boyzone í laginu, No Matter What, sem sat mánuðum saman í toppsæti breskra vinsældarlistans. Friðrik Karlsson samdi lög fyrir íslensku Nylon stelpurnar samhliða upptökum á tónlist fyrir kvikmyndina Phantom of the Opera og þegar það barst í tal við Nigel Wright bauð tónlistarstjórinn fram aðstoð sína og aðstöðu til þess að Nylon gæti hljóðritað nokkur lög í London. Upptökuverið er einnig í eigu tónskáldsins Andrew Lloyds Webbers og því aldrei að vita nema við fáum næst fregnir af Nylon stelpunum á West End. En þó stelpurnar starfi nú í umhverfi heimsfrægra tónlistarmanna segir Einar Bárðason, umboðsmaður Nylon, að stúlkurnar stefni alls ekki á heimsfrægð heldur verði lög hljómsveitarinnar öll hljóðrituð á íslensku. Kvikmyndin Phantom of the Opera þar sem Íslendingar fá að hlýða á gítarleik Friðriks, verður sýnd hér á landi á vegum Sambíóanna, en áætlað er að frumsýna myndina í febrúar.
Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira