Erlent

Jeanne veldur talsverðu tjóni

Fellibylurinn Jeanne olli talsverðu tjóni þegar hann gekk á land á austurströnd Flórída í morgun. Jeanne er þó ekki á meðal stærstu fellibylja en vindhraðinn var samt 53 metrar á sekúndu sem er fárviðri samkvæmt gömlu íslensku mælingunum. Jeanne er fjórði fellibylurinn sem gengur yfir Flórídabúa á örfáum vikum. Þetta er reyndar í fyrsta sinn síðan mælingar hófust árið 1851 að fjórir fellibyljir hafa gengið yfir eitt og sama ríkið í Bandaríkjunum á einu og sama fellibyljatímabilinu, sem stendur frá júní til nóvemberloka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×