Erlent

Kjósa gegn innflytjendum

Svisslendingar hafna tillögu þess efnis að auðvelda börnum og barnabörnum innflytjenda að fá svissneskt vegabréf samkvæmt fyrstu tölum. Atkvæðagreiðsla um málið fór fram í dag og ef fer sem horfir markar það sigur hinnar hægri sinnuðu stjórnmálahreyfingar í landinu sem er mjög mótfallin fjölgun innflytjenda í landinu. Tillögurnar sem kosið er um eru tvær: Annars vegar hvort auðvelda skuli börnum innflytjenda að fá svissneskan ríkisborgararétt, og hins vegar hvort barnabörn innflytjenda eigi sjálfkrafa að fá svissneskt vegabréf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×