Erlent

Neitað um lýðréttindi

Ríkisborgarar Evrópusambandsins fá að greiða atkvæði í sveitarstjórnarkosningum en ekki nær 500 þúsund landsmenn af rússneskum uppruna sem hafa árum saman búið í Lettlandi, samkvæmt lögum sem lettneska þingið hefur nýverið samþykkt. Til að fá atkvæðisrétt í sveitarstjórnarkosningum þurfa ríkisborgarar aðildarríkja ESB að vera búsettir í landinu. Það dugar hins vegar ekki um hálfri milljón Rússa sem er búsett í landinu en nýtur ekki lettnesks ríkisborgararéttar. Flestir fluttu þeir til Lettlands meðan landið var hluti Sovétríkjanna en hefur verið neitað um lettneskan ríkisborgararétt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×