Erlent

Bush gefur ekkert eftir í Írak

„Við munum ekki yfirgefa Írak," sagði Georg Bush í dag á fundi sem hann átti með Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks í dag. Bush sagði að gæfu Bandaríkjamenn eitthvað eftir eða jafnvel færu á brott, stefndi það öryggi landsins í verulaga hættu. „Mistækist okkur í Írak yrði það upphafið að löngu basli," sagði Bush einnig. Ef ekki yrði tekið á hryðjuverkamönnum í Írak gætu þeir leikið lausum hala annars staðar og gert frjálsum löndum heimsins lífið leitt. Brotthvarf nú væri svik í garð fólksins í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×