Erlent

Tímamót í Frakklandi

Franskur dómstóll kvað í dag upp tímamótadóm þar sem lesbískt par er úrskurðað sameiginlegir foreldrar barna þeirra. Konurnar eiga þrjár dætur sem önnur þeirra gekk með eftir tæknifrjóvgun, en hin konan hefur ekki talist foreldri barnanna. Í Frakklandi mega samkynhneigðir ekki ættleiða börn og fyrsta hjónaband samkynhneigðra var dæmt ógilt. Dominik Perben, dómsmálaráðherra Frakklands, sagði í dag að samkynhneigðir ættu ekki að fagna of snemma, því úrskurðinum yrði hugsanlega áfrýjað til æðra dómstigs sem gæti komist að annarri niðurstöðu. Hann sagði ekkert fordæmi komið með þessum dómi. Samkynhneigðir í Frakklandi fagna hins vegar dóminum og segja hann sögulegan sigur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×