Tveir Keflvíkingar til Kóreu 29. nóvember 2004 00:01 Keflvíkingarnir Þórarinn Kristjánsson og Hörður Sveinsson héldu í morgun af stað áleiðis til Suður-Kóreu þar sem þeir verða til reynslu hjá kóreska liðinu Busan I´cons í vikutíma. Þeir fljúga fyrst til London, svo til Seoul og og að lokum til Busan en ferðalag þeirra félaga tekur tæpan sólarhring. "Þetta leggst bara þrævel í mig. Þetta er mjög spennandi dæmi og svo sannarlega ekki þess virði að sleppa því," sagði Þórarinn í samtali við Fréttablaðið í gær en hann var í óðaönn að pakka ofan í tösku fyrir ferðina. Busan I´cons er frekar stórt félag í Suður-Kóreu en þjálfari liðsins er Ian Porterfield sem hefur meðal annars þjálfað Chelsea og Aberdeen en hann tók við skoska liðinu er Alex Ferguson fór til Man. Utd. Þeir leika síðan á glæsilegum velli sem notaður var í heimsmeistarakeppninni 2002 og því ekki hægt að kvarta yfir aðstæðum. Porterfield fékk spólu af þeim félögum frá Gunnlaugi Tómassyni umboðsmanni og leist nógu vel á til þess að bjóða þeim út til æfinga. "Ég veit voða lítið hvað býður okkar þarna úti," sagði Þórarinn. "Ég hef verið að reyna að kynna mér þetta á netinu, skoða heimasíðu félagsins og svona en er ekkert rosalega miklu nær. Annars skilst mér að fótboltinn sem er spilaður þarna er svipaður og er spilaður í Hollandi og Belgíu. Gæðin eru því alveg þokkaleg en þess utan veit ég ákaflega lítið um þetta lið og boltann þarna." Kunnugir menn segja að það sé nokkuð vel borgað í Kóreu og Þórarinn segist ætla að skoða það alvarlega fari svo að honum verði boðinn samningur hjá félaginu. "Ég myndi svo sannarlega skoða það vel. Svona tækifæri gefst ekki oft og það breytir engu þótt maður taki eitt ár þarna. Maður yrði bara reynslunni ríkari," sagði Þórarinn en Gunnlaugur, umboðsmaður þeirra félaga, segir að möguleikar á samningi séu nokkuð góðir. "Hann sá spóluna þeirra og var nokkuð spenntur. Í það minnsta nógu spenntur til þess að fá þá út til þess að geta skoðað þá almennilega," sagði Gunnlaugur en þess má geta að nokkrir enskir leikmenn hafa leikið með félaginu eins og Chris Marsden, fyrrum leikmaður Southampton. Íslenski boltinn Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Dagskráin: Big Ben, úrslitastund Blika, dregið í Meistaradeild og Besta kvenna Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Sjá meira
Keflvíkingarnir Þórarinn Kristjánsson og Hörður Sveinsson héldu í morgun af stað áleiðis til Suður-Kóreu þar sem þeir verða til reynslu hjá kóreska liðinu Busan I´cons í vikutíma. Þeir fljúga fyrst til London, svo til Seoul og og að lokum til Busan en ferðalag þeirra félaga tekur tæpan sólarhring. "Þetta leggst bara þrævel í mig. Þetta er mjög spennandi dæmi og svo sannarlega ekki þess virði að sleppa því," sagði Þórarinn í samtali við Fréttablaðið í gær en hann var í óðaönn að pakka ofan í tösku fyrir ferðina. Busan I´cons er frekar stórt félag í Suður-Kóreu en þjálfari liðsins er Ian Porterfield sem hefur meðal annars þjálfað Chelsea og Aberdeen en hann tók við skoska liðinu er Alex Ferguson fór til Man. Utd. Þeir leika síðan á glæsilegum velli sem notaður var í heimsmeistarakeppninni 2002 og því ekki hægt að kvarta yfir aðstæðum. Porterfield fékk spólu af þeim félögum frá Gunnlaugi Tómassyni umboðsmanni og leist nógu vel á til þess að bjóða þeim út til æfinga. "Ég veit voða lítið hvað býður okkar þarna úti," sagði Þórarinn. "Ég hef verið að reyna að kynna mér þetta á netinu, skoða heimasíðu félagsins og svona en er ekkert rosalega miklu nær. Annars skilst mér að fótboltinn sem er spilaður þarna er svipaður og er spilaður í Hollandi og Belgíu. Gæðin eru því alveg þokkaleg en þess utan veit ég ákaflega lítið um þetta lið og boltann þarna." Kunnugir menn segja að það sé nokkuð vel borgað í Kóreu og Þórarinn segist ætla að skoða það alvarlega fari svo að honum verði boðinn samningur hjá félaginu. "Ég myndi svo sannarlega skoða það vel. Svona tækifæri gefst ekki oft og það breytir engu þótt maður taki eitt ár þarna. Maður yrði bara reynslunni ríkari," sagði Þórarinn en Gunnlaugur, umboðsmaður þeirra félaga, segir að möguleikar á samningi séu nokkuð góðir. "Hann sá spóluna þeirra og var nokkuð spenntur. Í það minnsta nógu spenntur til þess að fá þá út til þess að geta skoðað þá almennilega," sagði Gunnlaugur en þess má geta að nokkrir enskir leikmenn hafa leikið með félaginu eins og Chris Marsden, fyrrum leikmaður Southampton.
Íslenski boltinn Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Dagskráin: Big Ben, úrslitastund Blika, dregið í Meistaradeild og Besta kvenna Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Sjá meira