Sport

Dean Martin til Skagamanna

Dean Martin, sem leikið hefur með KA-mönnum undanfarin ár, er genginn til liðs við ÍA. Martin, sem er 32 ára gamall, skrifaði undir þriggja ára samning við Skagamenn en hann er ekki ókunnugur í herbúðum liðsins þar sem hann spilaði tíu leiki með liðinu árið 1998. Dean Martin mun án nokkurs vafa styrkja lið Skagamanna verulega en hann hefur verið í hópi betri leikmanna deildarinnar allt frá því að hann kom fyrst til Íslands árið 1995.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×