Ný tegund kjarnorkuflauga

Rússar eru að koma sér upp kjarnorkuflaugum, sem eru öðruvísi en þær flaugar sem nú þekkjast. Vladimir Pútín, forseti Rússlands segir nauðsynlegt að kjarnorkubúnaður landsins sé háþróaður á tímum hryðjuverka. Hann segist fullviss um að ekki muni á löngu líða uns flaugarnar verði tilbúnar til notkunar fyrir flugher landsins. Pútín segir flaugarnar þess eðlis að aðrar þjóðir muni ekki hafa yfir þeim að ráða í bráð, en tiltekur ekki nánar hvað er svo sérstakt við umræddar flaugar.