Erlent

60 mínútur draga frétt til baka

Sjónvarpsstöðin CBS hefur dregið til baka umdeilda frétt sem birt var í fréttaskýringaþættinum 60 mínútur. Þar var fjallað um herþjónustu George Bush Bandaríkjaforseta og sagt að hann hefði komið sér undan herþjónustu í Víetnam og að faðir hans hafi tryggt honum sérmeðferð. CBS segir nú að fréttamenn stöðvarinnar hafi verið blekktir hvað varðar uppruna skjala sem renndu stoðum undir fullyrðingarnar. Aðalfréttaþulur stöðvarinnar, Dan Rather, baðst afsökunar í kvöldfréttum gærkvöldsins en hann var jafnframt fréttamaðurinn sem flutti fréttina í 60 mínútum. Málið þykir álitshnekkir fyrir CBS og þáttinn. Myndin er af Dan Rather.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×