Sport

Edu enn ekki ákveðinn

Miðjumaðurinn snjalli hjá Arsenal, Brasilíumaðurinn Edu, hefur enn ekki ákveðið hjá hvaða liði hann muni skrifa undir í janúar. Talið er að Edu muni færa sig yfir í La Liga á Spáni, en samningur hans við Arsenal rennur út í sumar og líklegt er að Arsenal vilji frekar selja hann í janúar í stað þess að missa hann frítt næsta sumar. Real Madrid hafa verið orðaðir við leikmanninn en sjálfur segir hann að Barcelona og Valencia séu líka spennandi kostir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×