Erlent

Flestir sýktir á Indlandi

Fleiri eru smitaðir af alnæmi á Indlandi en í Suður-Afríku, segir talsmaður virtra alþjóðlegra samtaka sem berjast gegn sjúkdómnum. Samkvæmt nýjustu tölum Sameinuðu þjóðanna eru 5,6 milljónir Suður-Afríkubúa smitaðar af alnæmi en 5,1 milljón Indverja. Richard G.A. Feachem, framkvæmdastjóri samtakanna, dregur þessar tölur stórlega í efa og segir að tölurnar frá Indlandi séu mjög ónákvæmar. Indverjar séu rúmlega milljarður talsins og fjölmargir íbúa landsins viti einfaldlega ekki af því að þeir séu sýktir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×