Sport

Coulthard til Red Bull

Skoski ökuþórinn, David Coulthard, hefur skrifað undir eins árs samning við Red Bull Racing og mun keyra fyrir liðið á árinu 2005, en þetta tilkynnti talsmaður Red Bull í dag. Coulthard, sem er 33 ára og á að baki 13 sigra á 11 ára ferli í Formúla Eitt, missti sæti sitt hjá McLaren til Juan Pablo Montoya undir lok síðasta tímabils, en hreyf nýju vinnuveitendur sínar í prufuakstri á Spáni í síðustu viku. Red Bull, ástralski drykkjarframleiðandinn sem tók yfir Jaguar í nóvember, mun tilkynna hver hinn ökumaður þeirra verður í janúar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×