Sport

Efstu liðin unnu öll

Staða efstu liða í ensku úrvalsdeildinni breyttist ekkert eftir leikina í 16. umferðinni í gær. Chelsea, sem vann Newcastle 4-0, hefur 39 stig, fimm stigum meira en Arsenal sem sigraði Birmingham 3-0. Thierry Henry skoraði tvö markanna en hann er núna markahæstur í deildinni með þrettán mörk, fjórum mörkum á undan félaga sínum Robert Pires og Crystal Palace leikmanninum Andy Johnson.Everton, sem sigraði Bolton 3-2, er í þriðja sæti með 33 stig. Duncan Ferguson, Thomas Gravesen og sjálfsmark Jaidi tryggðu Everton öll þrjú stigin. Manchester United er í fjórða sæti með 30 stig en United vann Southampton 3-0. Paul Scholes, Wayne Rooney og Ronaldo skoruðu mörkin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×