Haukar í samstarf við Wimbledon 14. júní 2004 00:01 Knattspyrnudeild Hauka ætlar sér stóra hluti á komandi árum og uppbyggingarstarf innan deildarinnar er í syngjandi sveiflu.Fréttablaðið settist niður með þeim Páli Guðmundssyni, formanni knattspyrnudeildarinnar, og Orra Kristni Jónssyni, formanni unglingaráðs. „Við erum komnir í mjög spennandi samstarf við Wimbledon og það er komið á fullt en þar á sér stað, eins og hjá Haukum, heilmikiðuppbyggingarstarf,“ segir Páll og bætir við: „Það er ákveðið millibilsástand hjá þeim núna, þeir féllu úr 1. deildinni en eru að flytja í nýtt hverfi sem heitir Milton Keynes og er 300 þúsund manna úthverfi London. Félagið fékk úthlutað mjög stóru svæði þar sem það ætlar að byggja nýjan leikvang sem mun taka 50 þúsund manns.“ „Wimbledon er með eina sterkustu uppeldisstöð á Englandi og rekur mjög virtan og góðan knattspyrnuskóla,“ segir Orri. „Við Haukamenn horfum til þess og vonumst til að geta lært sem mest. Árið 2001 hófst nýtt tímabil hjá knattspyrnudeild Hauka í kjölfar stjórnarskipta, með útgáfu námskrár og ráðningu Janusar Guðlaugssonar sem yfirþjálfara yngri flokka. Hlutirnir voru teknir upp frá grunni og byggt ofan á enda stefnum við á uppbyggingu frá rótum og ætlum að reyna að forðast eins og kostur er að kaupa okkur árangur.“ Haukar munu starfrækja knattspyrnuskóla í sumar í samstarfi við Wimbledon, nánar tiltekið dagana 8. til 26. júlí. Í kjölfarið kemur síðan aðallið Wimbledon í heimsókn um miðjan júlí og tekur þátt í svokölluðu Hafnarfjarðarmóti, ásamt Haukum, Stjörnunni, U-23 ára liði Hauka og FH. Orri nefnir að á Ásvöllum sé að byggjast upp gríðarstórt íbúðarhverfi með um það bil 8-12 þúsund manna byggð: „Þetta er okkar markhópur og við ætlum okkur að taka vel á móti fólki,“ segir hann og heldur áfram: „Það eru uppi fyrirheit og áætlanir um mikla uppbyggingu á útisvæðum félagsins og við erum að bíða eftir endanlegum niðurstöðum en það er ljóst að á stefnuskrá deildarinnar er bygging knattspyrnuhúss. Knattspyrnusvæði Hauka hafa setið eftir í uppbyggingu annarra mannvirkja í Hafnarfirði og það er einfaldlega komið að útisvæðum Hauka. Það ætti í dag að vera forgangsmál, bæði hjá aðalstjórn félagsins og bæjarstjórn.“ Um markmið liðsins á næstu árum segir Páll: „Við setjum stefnuna á að komast upp í úrvalsdeild eftir tvö ár og teljum okkur vera með það góðan efnivið í yngri flokkum að það sé vel raunhæft markmið. Það er ekki síst vegna starfa Janusar hjá deildinni og nú teljum við okkur miklu betur upplýsta en áður um hvað sé á leiðinni og hvernig efniviðurinn sé að virka. Við erum með stóran og sterkan 2. flokk, eigum eftir að fá mikið af leikmönnum sem eru uppaldir hjá félaginu í meistaraflokk á næstu árum og fyrir þetta tímabil fengum við þrjá stráka beint upp sem eru við byrjunarliðið. Þá er vert að nefna að fjárhagurinn hefur allur verið tekinn í gegn og deildin skilaði hagnaði í ár og nú er búið að stofna stuðningsmannaklúbb, svo það er ýmislegt búið að gerast.“ Orri nefnir að lokum að allt skipulag sé komið á góðan rekspöl: „Við getum einfaldlega sagt það að hver og einn sem starfar innan deildarinnar hefur verksvið og lýsingu, allir þjálfarar þurfa að vera með réttindi og hér er nákvæmlega skilgreint hvað hver flokkur á að kunna þegar þjálfari skilar honum af sér – hér er vel fylgst með störfum þjálfara og stöðu leikmanna enda viljum við gera betur og komast ofar en knattspyrnudeild Hauka hefur áður upplifað.“ Íslenski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjá meira
Knattspyrnudeild Hauka ætlar sér stóra hluti á komandi árum og uppbyggingarstarf innan deildarinnar er í syngjandi sveiflu.Fréttablaðið settist niður með þeim Páli Guðmundssyni, formanni knattspyrnudeildarinnar, og Orra Kristni Jónssyni, formanni unglingaráðs. „Við erum komnir í mjög spennandi samstarf við Wimbledon og það er komið á fullt en þar á sér stað, eins og hjá Haukum, heilmikiðuppbyggingarstarf,“ segir Páll og bætir við: „Það er ákveðið millibilsástand hjá þeim núna, þeir féllu úr 1. deildinni en eru að flytja í nýtt hverfi sem heitir Milton Keynes og er 300 þúsund manna úthverfi London. Félagið fékk úthlutað mjög stóru svæði þar sem það ætlar að byggja nýjan leikvang sem mun taka 50 þúsund manns.“ „Wimbledon er með eina sterkustu uppeldisstöð á Englandi og rekur mjög virtan og góðan knattspyrnuskóla,“ segir Orri. „Við Haukamenn horfum til þess og vonumst til að geta lært sem mest. Árið 2001 hófst nýtt tímabil hjá knattspyrnudeild Hauka í kjölfar stjórnarskipta, með útgáfu námskrár og ráðningu Janusar Guðlaugssonar sem yfirþjálfara yngri flokka. Hlutirnir voru teknir upp frá grunni og byggt ofan á enda stefnum við á uppbyggingu frá rótum og ætlum að reyna að forðast eins og kostur er að kaupa okkur árangur.“ Haukar munu starfrækja knattspyrnuskóla í sumar í samstarfi við Wimbledon, nánar tiltekið dagana 8. til 26. júlí. Í kjölfarið kemur síðan aðallið Wimbledon í heimsókn um miðjan júlí og tekur þátt í svokölluðu Hafnarfjarðarmóti, ásamt Haukum, Stjörnunni, U-23 ára liði Hauka og FH. Orri nefnir að á Ásvöllum sé að byggjast upp gríðarstórt íbúðarhverfi með um það bil 8-12 þúsund manna byggð: „Þetta er okkar markhópur og við ætlum okkur að taka vel á móti fólki,“ segir hann og heldur áfram: „Það eru uppi fyrirheit og áætlanir um mikla uppbyggingu á útisvæðum félagsins og við erum að bíða eftir endanlegum niðurstöðum en það er ljóst að á stefnuskrá deildarinnar er bygging knattspyrnuhúss. Knattspyrnusvæði Hauka hafa setið eftir í uppbyggingu annarra mannvirkja í Hafnarfirði og það er einfaldlega komið að útisvæðum Hauka. Það ætti í dag að vera forgangsmál, bæði hjá aðalstjórn félagsins og bæjarstjórn.“ Um markmið liðsins á næstu árum segir Páll: „Við setjum stefnuna á að komast upp í úrvalsdeild eftir tvö ár og teljum okkur vera með það góðan efnivið í yngri flokkum að það sé vel raunhæft markmið. Það er ekki síst vegna starfa Janusar hjá deildinni og nú teljum við okkur miklu betur upplýsta en áður um hvað sé á leiðinni og hvernig efniviðurinn sé að virka. Við erum með stóran og sterkan 2. flokk, eigum eftir að fá mikið af leikmönnum sem eru uppaldir hjá félaginu í meistaraflokk á næstu árum og fyrir þetta tímabil fengum við þrjá stráka beint upp sem eru við byrjunarliðið. Þá er vert að nefna að fjárhagurinn hefur allur verið tekinn í gegn og deildin skilaði hagnaði í ár og nú er búið að stofna stuðningsmannaklúbb, svo það er ýmislegt búið að gerast.“ Orri nefnir að lokum að allt skipulag sé komið á góðan rekspöl: „Við getum einfaldlega sagt það að hver og einn sem starfar innan deildarinnar hefur verksvið og lýsingu, allir þjálfarar þurfa að vera með réttindi og hér er nákvæmlega skilgreint hvað hver flokkur á að kunna þegar þjálfari skilar honum af sér – hér er vel fylgst með störfum þjálfara og stöðu leikmanna enda viljum við gera betur og komast ofar en knattspyrnudeild Hauka hefur áður upplifað.“
Íslenski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjá meira