Hauka mæta afslappaðir gegn Kiel 6. nóvember 2004 00:01 Meistaraflokkslið Hauka í handknattleik karla hefur sýnt góða frammistöðu í Meistaradeild Evrópu og náð ágætis árangri þrátt fyrir að vera með sterkum liðum í riðli. Þá hefur liðið verið á hraðri siglingu í íslensku deildinni, aðeins tapað einum leik af fyrstu sjö, og trónir á toppi Norðurriðilsins. Haukarnir hafa á köflum leikið feiknagóðan handbolta og þá sérstaklega í Meistaradeildinni þegar mótspyrnan hefur verið hvað mest. Í kvöld mæta Haukar þýska liðinu Kiel en fyrri leikur liðanna fór fram í síðasta mánuði þar sem Kiel hafði betur, 35-28. Haukarnir léku prýðilega á köflum en það var við ofurefli að etja og því fór sem fór. Haukar mættu síðast franska liðinu Creteil og höfðu betur í miklum markaleik sem endaði 37-30. Það gefur því góða von um leikinn í dag og sagði Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, að leikurinn legðist vel í sína menn. "Við erum ekki alveg búnir að negla hvort við breytum leik okkar frá síðustu viðureign liðanna," sagði Páll. "Það fer svona eftir því hvaða liði þeir munu stilla upp að þessu sinni." Að sögn Páls er mikilvægt að menn séu á tánum allan tímann því detti einbeitingin niður geti það reynst dýrkeypt. "Það sást best í leiknum gegn Savehof, þar sem stigi var hálfpartinn stolið af okkur, að menn mega ekki slá slöku við," sagði Páll. "En í dag munum við mæta afslappaðir til leiks og fyrst og fremst njóta þess að spila." Leikurinn verður ekki sýndur beint á Sýn eins og til stóð þar sem þýsk sjónvarpsstöð sem átti að sjá um útsendinguna hætti við sýna leikinn hjá sér. Íþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Sjá meira
Meistaraflokkslið Hauka í handknattleik karla hefur sýnt góða frammistöðu í Meistaradeild Evrópu og náð ágætis árangri þrátt fyrir að vera með sterkum liðum í riðli. Þá hefur liðið verið á hraðri siglingu í íslensku deildinni, aðeins tapað einum leik af fyrstu sjö, og trónir á toppi Norðurriðilsins. Haukarnir hafa á köflum leikið feiknagóðan handbolta og þá sérstaklega í Meistaradeildinni þegar mótspyrnan hefur verið hvað mest. Í kvöld mæta Haukar þýska liðinu Kiel en fyrri leikur liðanna fór fram í síðasta mánuði þar sem Kiel hafði betur, 35-28. Haukarnir léku prýðilega á köflum en það var við ofurefli að etja og því fór sem fór. Haukar mættu síðast franska liðinu Creteil og höfðu betur í miklum markaleik sem endaði 37-30. Það gefur því góða von um leikinn í dag og sagði Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, að leikurinn legðist vel í sína menn. "Við erum ekki alveg búnir að negla hvort við breytum leik okkar frá síðustu viðureign liðanna," sagði Páll. "Það fer svona eftir því hvaða liði þeir munu stilla upp að þessu sinni." Að sögn Páls er mikilvægt að menn séu á tánum allan tímann því detti einbeitingin niður geti það reynst dýrkeypt. "Það sást best í leiknum gegn Savehof, þar sem stigi var hálfpartinn stolið af okkur, að menn mega ekki slá slöku við," sagði Páll. "En í dag munum við mæta afslappaðir til leiks og fyrst og fremst njóta þess að spila." Leikurinn verður ekki sýndur beint á Sýn eins og til stóð þar sem þýsk sjónvarpsstöð sem átti að sjá um útsendinguna hætti við sýna leikinn hjá sér.
Íþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Sjá meira