Viðskipti

Sjónvarpsveisla á góðu verði

Frábært verð og fjölbreyttir sjónvarpspakkar eru í boði hjá versluninni Satis.is í Fákafeni . Viðskiptavinir njóta hágæða sjónvarpsstöðva á háskerpuskjáum.

Kynningar

Tæplega 90 milljarða hagnaður eBay á þremur mánuðum

Hagnaður söluvefsins eBay nam 718 milljónum dollara á þriðja ársfjórðungi, eða sem nemur tæplega 90 milljörðum króna. Sala á vefnum jókst um 14 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Heildartekjur vefsins á þriðja ársfjórðungi námu 3,4 milljörðum dala, eða sem nemur ríflega 418 milljörðum króna.

Viðskipti erlent

Segir algjöran skort á eftirliti með slitastjórnarmönnum

Guðlaugur Þór Þórðarson, fulltrúi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, segir ekkert eftirlit hafa verið haft með launagreiðslum til skilanefnda- og slitastjórnarmanna. Fram hefur komið í fjölmiðlum að undanförnu að laun slitastjórnarmanna, meðal annars þeirra Steinunnar Guðbjartsdóttur og Páls Eiríkssonar í slitastjórn Glitnis, hafi numið tugum milljóna á síðasta ári. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fundaði um málið í morgun, að beiðni Guðlaugs Þórs. Hann segir að þrátt fyrir fögur fyrirheit hafi stjórnvöld ekkert beitt sér fyrir því að launin yrðu lækkuð.

Viðskipti innlent

Kínverjar sýna samningnum við Nubo mikinn áhuga

Kínverska ríkissjónvarpið, CCTV, sýnir samningaviðræðum kínverska auðjöfursins Huang Nubo töluverða athygli. Í ítarlegri greiningu er fjallað um synjun ríkisvaldsins á heimild aðila til að selja Nubo landið að Grímsstöðum á Fjöllum og hvernig það leiddi til þess að landið var leigt til langs tíma. Í fréttinni segir að um tímamótasamning sé að ræða sem verði hafður til fyrirmyndar.

Viðskipti innlent

Forseti ASÍ - Höfum hvorki efni á að kaupa íbúðir né leigja

Ekki verður heldur horft framhjá því, að húsnæðismál og húsnæðisöryggi félaga okkar eru í öngstræti. Í marga áratugi tókst verkalýðshreyfingunni að byggja hér upp bæði almennt húsnæðiskerfi og félagslegar lausnir sem gerðu það að verkum að flestum stóð til boða húsnæði fyrir sig og fjölskyldu sína sem almenn laun gátu staðið undir. Svo fór

Viðskipti innlent

Kanna hvernig ríkið geti brugðist við ofurlaunum slitastjórnamanna

Kannað verður hvort ríkið geti gripið til viðbragða vegna ofurgreiðslna til slitastjórna föllnu bankanna og fyrirtækja og aðila þeim tengdum. Málið var rætt á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Mikil umræða var á dögunum um gríðarlega háar greiðslur til slitastjórnarmanna Glitnis, Steinunnar Guðbjartsdóttur og Páls Eiríkssonar.

Viðskipti innlent

Vilja renna þriðju stoðinni undir fjármálakerfið og hagstjórnina

Nauðsynlegt er að innan þriggja ára myndi Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn eina samþætta stofnun, sem þjóni sem peningastefnu- og fjármálastöðugleikastofnun þjóðarinnar. Þetta er mat sérfræðingahópfs sem efnahags- og viðskiptaráðherra skipaði í mars til þess að vinna tillögur um samræmda heildarumgrð laga og reglna um alla starfsemi á fjármálamarkaði. Hópurinn kynnti niðurstöður sínar í morgun.

Viðskipti innlent

Tugmilljónir sparast vegna fækkunar ráðherra

Sparnaður í launakostnaði ráðherra í tíð þessarar ríkisstjórnar nemur rúmlega 41 milljón króna. Sparnaðurinn er tilkominn vegna fækkunar ráðherra úr tólf í átta. Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokks.

Viðskipti innlent

Endanlega gengið frá kaupunum á Hótel KEA

Gengið hefur verið endanlega frá kaupum Reginn á fasteigninni sem hýsir Hótel KEA á Akureyri en eignin var áður í eigu eignahaldsfélagsins Krypton. Samhliða því var undirritaður 14 ára leigusamningur við Keahotel ehf. um rekstur hótelsins.

Viðskipti innlent

Spáir því að verðbólgan aukist í 4,5%

Greining Arion banka spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,6% í október. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan halda áfram að hækka og fara í 4,5% samanborið við 4,3% í síðasta mánuði. Sömuleiðis telur greiningin að útlit sé fyrir nokkra verðbólgu á næstu mánuðum þannig að verðbólgan tæp 5% í árslok.

Viðskipti innlent

Áfram dregur úr útlánum hjá Íbúðalánasjóði

Áfram dregur úr útlánum hjá Íbúðalánasjóði. Heildarútlán sjóðsins námu um 1,3 milljörðum króna í september en þar af var tæpur 1,1 milljarður króna vegna almennra lána. Til samanburðar námu almenn útlán í september í fyrra um 1,9 milljörðum króna.

Viðskipti innlent

Eimskip er metið á allt að 45 milljarða

Hlutabréf í Eimskip verða tekin til viðskipta í byrjun næsta mánaðar. Skráningarlýsing liggur fyrir á næstu dögum. Verðbil í útboði verður 205 til 225 krónur. Tuttugu prósent verða seld til fagfjárfesta og þrjú til fimm prósent til almennings.

Viðskipti innlent

Mörg hundruð milljarðar renna í vasa kröfuhafa

Búist er við því að kröfuhafar Glitnis og Kaupþings muni samþykkja nauðsamninga á næstu vikum, en umfang þeirra er með öllu fordæmalaust í ljósi stærðar þrotabúanna í samaburði við Ísland. Stjórnvöld, Seðlabankinn og FME fylgjast náið með gangi mála, en erlendir kröfuhafar munu fá hundruð milljarða greiðslur í sinn hlut við samþykkt samninga.

Viðskipti innlent

Komið að skuldadögum hjá Glitni og Kaupþingi

Búist er við því að kröfuhafar Glitnis og Kaupþings muni samþykkja nauðsamninga á næstu vikum, en umfang þeirra er með öllu fordæmalaust í ljósi stærðar þrotabúanna í samanburði við íslenska hagkerfið. Stjórnvöld, Seðlabankinn og FME fylgjast náið með gangi mála, en erlendir kröfuhafar munu fá hundruð milljarða greiðslur í sinn hlut við samþykkt samningsins.

Viðskipti innlent

Ótrúlegar vinsældir LinkedIn

Samfélagsmiðillinn LinkedIn hefur vaxið ört síðustu misseri. Notendum hefur fjölgað jafnt og þétt frá því að síðan fór í loftið á sumarmánuðum ársins 2003. Þannig eru virkir notendur rúmlega 135 milljónir talsins en þeir voru um 35 milljónir í desember árið 2007.

Viðskipti erlent

Surface lendir 26. október

Nýjasta spjaldtölva Microsoft, Surface, fer í almenna sölu í átta löndum seinna í þessum mánuði. Fyrirtækið svipti hulunni af spjaldtölvunni fyrir rúmu hálfu ári og hefur raftækið verið á allra vörum síðan þá.

Viðskipti erlent

Apple frumsýnir iPad Mini

Tæknirisinn Apple hefur boðið blaðamönnum og áhrifafólki úr tækniheiminum að sækja ráðstefnu 23. október næstkomandi. Ljóst er að Apple mun kynna nýja spjaldtölvu á fundinum, iPad Mini.

Viðskipti erlent

138 milljóna króna kröfu Sigurðar hafnað

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag 138 milljóna króna kröfu sem Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, gerði á hendur slitastjórn Kaupþings. Sigurður var stjórnarformaður bankans allt þar til hann féll á haustmánuðum 2008. Hann gerði kröfuna á grundvelli ógreiddra biðlauna, ógreiddra lífeyrissjóðsgreiðslna og skatta sem bankinn Sigurður telur að bankinn hafi skuldbundið sig til að greiða fyrir sig.

Viðskipti innlent

Krónan eini kosturinn í náinni framtíð

Þverpólitísk samráðsnefnd sem skipuð var um mótun gengis- og peningamálastefnu telur að ekki sé hægt að gera ráð fyrir upptöku annarrar myntar á næstu árum. Því sé mikilvægt að tryggja trausta peningastefnu með þjóðhagsvarúðartækjum og ábyrgð í opinberum fjármálum á grundvelli fjármálareglna sem taka mið af þróun efnahagslífsins.

Viðskipti innlent

Skaðabótamál á hendur Landsbankamönnum tekið fyrir

Skaðabótamál slitastjórnar Landsbankans, gegn fyrrum stjórnendum bankans, Halldóri J. Kristjánssyni og Sigurjóni Þ. Árnasyni, verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Auk þeirra tveggja er Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrum framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, einnig stefnt í öðru málinu af tveimur sem tekin eru fyrir í dag.

Viðskipti innlent

Ný löndunaraðstaða í notkun í Sundahöfn

Faxaflóahafnir hafa tekið í notkun löndunaraðstöðu á Skarfabakka í Sundahöfn. Aðstaðan er á afgirtu og malbikuðu svæði fremst á hafnarbakkanum. Aðstaða til að geyma frystigáma er góð og tenglar fyrir rafmagn eru fyrir hendi. Sérstakt skýli er á svæðinu sem notast til að flokka og skoða afurðirnar sem koma á land af togurum og uppsjávarfiskiskipum.

Viðskipti innlent

Íslenskur sproti talinn besta fjárfestingartækifærið í Evrópu

Íslenska hátæknifyrirtækið ReMake Electric stóð uppúr alþjóðlegu mati á evrópska orkubúnaðar og -tækjageiranum sem helsta fjárfestingartækifæri í Evrópu árið 2012. Matið fór fram hjá markaðs- og ráðgjafarisanum Frost & Sullivan sem starfar í 6 heimsálfum, en verðlaunin eru hluti af árlegu "Best Practices Awards" frá Frost & Sullivan í Evrópu.

Viðskipti innlent