Viðskipti innlent

Spáir því að verðbólgan aukist í 4,5%

Greining Arion banka spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,6% í október. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan halda áfram að hækka og fara í 4,5% samanborið við 4,3% í síðasta mánuði. Sömuleiðis telur greiningin að útlit sé fyrir nokkra verðbólgu á næstu mánuðum þannig að verðbólgan tæp 5% í árslok.

Í Markaðspunktum greiningarinnar segir að í síðustu verðbólgutölum hafði um 6% gengisveiking krónunnar frá því í ágústmánuði fremur lítil áhrif á verðbólgutölurnar í september. Því megi segja að nú reyni fyrst verulega á hvort gengisveikingin frá því í sumar fari að skila sér í hærra vöruverði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×