Viðskipti innlent

Áfram dregur úr útlánum hjá Íbúðalánasjóði

Áfram dregur úr útlánum hjá Íbúðalánasjóði. Heildarútlán sjóðsins námu um 1,3 milljörðum króna í september en þar af var tæpur 1,1 milljarður króna vegna almennra lána. Til samanburðar námu almenn útlán í september í fyrra um 1,9 milljörðum króna.

Heildarfjárhæð almennra lána fyrstu 9 mánuði ársins er samtals um 9,4 milljarðar króna en var um 17,7 milljarðar króna á sama tímabili í fyrra.

Alls hefur Íbúðalánasjóður veitt 972 almenn íbúðalán frá áramótum í samanburði við 1.760 lán á sama tímabili í fyrra að því er segir í mánaðarskýrslu sjóðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×