Komið að skuldadögum hjá Glitni og Kaupþingi Magnús Halldórsson skrifar 16. október 2012 18:14 Búist er við því að kröfuhafar Glitnis og Kaupþings muni samþykkja nauðsamninga á næstu vikum, en umfang þeirra er með öllu fordæmalaust í ljósi stærðar þrotabúanna í samanburði við íslenska hagkerfið. Stjórnvöld, Seðlabankinn og FME fylgjast náið með gangi mála, en erlendir kröfuhafar munu fá hundruð milljarða greiðslur í sinn hlut við samþykkt samninga. Slitastjórnir Glitnis og Kaupþings hafa unnið að gerð nauðasamnings undanfarna mánuði, í samráði við kröfuhafa. Samkvæmt heimildum fréttastofu er vinna við þá langt komin, og vonast fulltrúar stærstu erlendu kröfuhafa bankanna, til þess að geta fengið greiðslur úr þrotabúunum í byrjun næsta árs, en þá verður búið að gera upp forgangskröfur að fullu. Þrotabú Glitnis á nú 322 milljarða króna í erlendri mynt, tæplega 30 í íslenskum krónum, eða samtals 352 milljarða króna í reiðufé. Þrotabú Kaupþings á 353 milljarða króna í erlendri mynt, ríflega 19 milljarða í krónum eða samtals 372 milljarða króna. Stærstu kröfuhafarnir í bú Glitnis og Kaupþings, sem eiga almennar kröfur, eru erlendir skuldabréfa- og vogunarsjóðir. Fulltrúar þeirra, þar helst lögmenn frá Bandaríkjunum og Bretlandi, hafa á undanförnum vikum fundað með fulltrúum stjórnvalda og eftirlitsstofnanna vegna fyrirhugaðra nauðasamninga, enda eru miklir hagsmunir í húfi fyrir alla sem að þeim koma. Helst er það aðferðafræðin sem skiptir sköpum, ekki síst til þess að tryggja að útgreiðslur til erlendra kröfuhafa ógni ekki fjármálastöðugleika hér á landi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er litið svo á að útgreiðsla á haldbæru reiðufé þrotabúanna í erlendri mynt muni ekki ógna stöðugleika hér á landi, þar sem féð er vistað á erlendum reikningum og þarf ekki að fara í gegnum íslenskan gjaldeyrismarkað, eins og margir hafa raunar gefið í skyn, en slíkt gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir gengi krónunnar og þar með íslenskt efnahagslíf. Samtals er reiðufé, sem greitt verður til kröfuhafa eftir samþykkta nauðasamninga, því 725 milljarðar króna. Samkvæmt heimildum fréttastofu reikna erlendu kröfuhafarnir með því að 5 til 7 ár muni taka að hámarka virði eigna bússins, en að loknum nauðasamningum munu sérstök félög starfa við umsýslu þeirra eigna sem eftir standa, að loknum útgreiðslum, þar á meðal eru bæði Arion banki og Íslandsbanki. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Búist er við því að kröfuhafar Glitnis og Kaupþings muni samþykkja nauðsamninga á næstu vikum, en umfang þeirra er með öllu fordæmalaust í ljósi stærðar þrotabúanna í samanburði við íslenska hagkerfið. Stjórnvöld, Seðlabankinn og FME fylgjast náið með gangi mála, en erlendir kröfuhafar munu fá hundruð milljarða greiðslur í sinn hlut við samþykkt samninga. Slitastjórnir Glitnis og Kaupþings hafa unnið að gerð nauðasamnings undanfarna mánuði, í samráði við kröfuhafa. Samkvæmt heimildum fréttastofu er vinna við þá langt komin, og vonast fulltrúar stærstu erlendu kröfuhafa bankanna, til þess að geta fengið greiðslur úr þrotabúunum í byrjun næsta árs, en þá verður búið að gera upp forgangskröfur að fullu. Þrotabú Glitnis á nú 322 milljarða króna í erlendri mynt, tæplega 30 í íslenskum krónum, eða samtals 352 milljarða króna í reiðufé. Þrotabú Kaupþings á 353 milljarða króna í erlendri mynt, ríflega 19 milljarða í krónum eða samtals 372 milljarða króna. Stærstu kröfuhafarnir í bú Glitnis og Kaupþings, sem eiga almennar kröfur, eru erlendir skuldabréfa- og vogunarsjóðir. Fulltrúar þeirra, þar helst lögmenn frá Bandaríkjunum og Bretlandi, hafa á undanförnum vikum fundað með fulltrúum stjórnvalda og eftirlitsstofnanna vegna fyrirhugaðra nauðasamninga, enda eru miklir hagsmunir í húfi fyrir alla sem að þeim koma. Helst er það aðferðafræðin sem skiptir sköpum, ekki síst til þess að tryggja að útgreiðslur til erlendra kröfuhafa ógni ekki fjármálastöðugleika hér á landi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er litið svo á að útgreiðsla á haldbæru reiðufé þrotabúanna í erlendri mynt muni ekki ógna stöðugleika hér á landi, þar sem féð er vistað á erlendum reikningum og þarf ekki að fara í gegnum íslenskan gjaldeyrismarkað, eins og margir hafa raunar gefið í skyn, en slíkt gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir gengi krónunnar og þar með íslenskt efnahagslíf. Samtals er reiðufé, sem greitt verður til kröfuhafa eftir samþykkta nauðasamninga, því 725 milljarðar króna. Samkvæmt heimildum fréttastofu reikna erlendu kröfuhafarnir með því að 5 til 7 ár muni taka að hámarka virði eigna bússins, en að loknum nauðasamningum munu sérstök félög starfa við umsýslu þeirra eigna sem eftir standa, að loknum útgreiðslum, þar á meðal eru bæði Arion banki og Íslandsbanki.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira