Viðskipti innlent

Kanna hvernig ríkið geti brugðist við ofurlaunum slitastjórnamanna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson eru ekki á flæðskeri stödd.
Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson eru ekki á flæðskeri stödd.
Kannað verður hvort ríkið geti gripið til viðbragða vegna ofurgreiðslna til slitastjórna föllnu bankanna og fyrirtækja og aðila þeim tengdum. Málið var rætt á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Mikil umræða var á dögunum um gríðarlega háar greiðslur til slitastjórnarmanna Glitnis, Steinunnar Guðbjartsdóttur og Páls Eiríkssonar.

„Við vorum að hefja umfjöllun um það að kanna hvaða eftirlit Fjármálaeftirlitið hefur með greiðslu slitastjórna til fyrirtækja tengdum slitastjórnum," segir Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, og á þar meðal annars við lögmannstofur. Fulltrúar frá Fjármálaeftirlitinu mættu á fundinn. Helgi segir að nefndin hafi óskað eftir upplýsingum um greiðslur í öllum þeim þrettán slitastjórnum sem eru starfandi. „Við vildum bara fá heildstætt yfirlit yfir þetta," segir hann.

Helgi segir að kröfuhafarnir sjálfir beri mikla ábyrgð á greiðslunum. „Það er ljóst á þessu að þetta aðhald liggur hjá kröfuhöfunum sjálfum," segir Helgi og bætir því við að kröfuhafar geti og hafi raunar leitað til héraðsdómara vegna hárra greiðslna. „Það var óskað eftir því á fundinum að Seðlabankinn yrði fenginn fyrir nefndina. Eignarhaldsfélag Seðlabankans er verulegur kröfuhafi. Þar liggur ein aðkoma ríkisins," segir Helgi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×