Segir algjöran skort á eftirliti með slitastjórnarmönnum Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. október 2012 16:39 Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Mynd/ GVA. Guðlaugur Þór Þórðarson, fulltrúi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, segir ekkert eftirlit hafa verið haft með launagreiðslum til skilanefnda- og slitastjórnarmanna. Fram hefur komið í fjölmiðlum að undanförnu að laun slitastjórnarmanna, meðal annars þeirra Steinunnar Guðbjartsdóttur og Páls Eiríkssonar í slitastjórn Glitnis, hafi numið tugum milljóna á síðasta ári. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fundaði um málið í morgun, að beiðni Guðlaugs Þórs. Hann segir að þrátt fyrir fögur fyrirheit hafi stjórnvöld ekkert beitt sér fyrir því að launin yrðu lækkuð. Þar vísar Guðlaugur Þór meðal annars í orð Steingríms J. Sigfússonar, þáverandi fjármálaráðherra, sem sagði árið 2010 að hann hygðist beita sér fyrir því að laun skilanefndarmanna bankanna verði lækkuð. Ofurlaun þeirra sendi röng skilaboð út í samfélagið. Þá hafði Fréttablaðið nýlega greint frá því að skilanefndarmenn og slitastjórnendur gömlu bankanna fengu að meðaltali þrjár til fimm milljónir króna í laun á mánuði í fyrra. „Það eru engin rök að það séu ekki tæki til að beita viðurlögum," segir Guðlaugur. Eftirlitið þurfi samt að vera til staðar. „Það er ekki eins og það vanti umræðuna um þetta. Ég held að enginn geti haldið því fram að það hafi ekki verið umræða um þetta," segir Guðlaugur Þór sem fullyrðir að þeir ráðherrar sem beri ábyrgð á málinu hafi ekki staðið sína pligt. Tengdar fréttir Kanna hvernig ríkið geti brugðist við ofurlaunum slitastjórnamanna Kannað verður hvort ríkið geti gripið til viðbragða vegna ofurgreiðslna til slitastjórna föllnu bankanna og fyrirtækja og aðila þeim tengdum. Málið var rætt á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Mikil umræða var á dögunum um gríðarlega háar greiðslur til slitastjórnarmanna Glitnis, Steinunnar Guðbjartsdóttur og Páls Eiríkssonar. 17. október 2012 11:51 Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, fulltrúi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, segir ekkert eftirlit hafa verið haft með launagreiðslum til skilanefnda- og slitastjórnarmanna. Fram hefur komið í fjölmiðlum að undanförnu að laun slitastjórnarmanna, meðal annars þeirra Steinunnar Guðbjartsdóttur og Páls Eiríkssonar í slitastjórn Glitnis, hafi numið tugum milljóna á síðasta ári. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fundaði um málið í morgun, að beiðni Guðlaugs Þórs. Hann segir að þrátt fyrir fögur fyrirheit hafi stjórnvöld ekkert beitt sér fyrir því að launin yrðu lækkuð. Þar vísar Guðlaugur Þór meðal annars í orð Steingríms J. Sigfússonar, þáverandi fjármálaráðherra, sem sagði árið 2010 að hann hygðist beita sér fyrir því að laun skilanefndarmanna bankanna verði lækkuð. Ofurlaun þeirra sendi röng skilaboð út í samfélagið. Þá hafði Fréttablaðið nýlega greint frá því að skilanefndarmenn og slitastjórnendur gömlu bankanna fengu að meðaltali þrjár til fimm milljónir króna í laun á mánuði í fyrra. „Það eru engin rök að það séu ekki tæki til að beita viðurlögum," segir Guðlaugur. Eftirlitið þurfi samt að vera til staðar. „Það er ekki eins og það vanti umræðuna um þetta. Ég held að enginn geti haldið því fram að það hafi ekki verið umræða um þetta," segir Guðlaugur Þór sem fullyrðir að þeir ráðherrar sem beri ábyrgð á málinu hafi ekki staðið sína pligt.
Tengdar fréttir Kanna hvernig ríkið geti brugðist við ofurlaunum slitastjórnamanna Kannað verður hvort ríkið geti gripið til viðbragða vegna ofurgreiðslna til slitastjórna föllnu bankanna og fyrirtækja og aðila þeim tengdum. Málið var rætt á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Mikil umræða var á dögunum um gríðarlega háar greiðslur til slitastjórnarmanna Glitnis, Steinunnar Guðbjartsdóttur og Páls Eiríkssonar. 17. október 2012 11:51 Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Kanna hvernig ríkið geti brugðist við ofurlaunum slitastjórnamanna Kannað verður hvort ríkið geti gripið til viðbragða vegna ofurgreiðslna til slitastjórna föllnu bankanna og fyrirtækja og aðila þeim tengdum. Málið var rætt á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Mikil umræða var á dögunum um gríðarlega háar greiðslur til slitastjórnarmanna Glitnis, Steinunnar Guðbjartsdóttur og Páls Eiríkssonar. 17. október 2012 11:51
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun