Viðskipti innlent

Endanlega gengið frá kaupunum á Hótel KEA

Gengið hefur verið endanlega frá kaupum Reginn á fasteigninni sem hýsir Hótel KEA á Akureyri en eignin var áður í eigu eignahaldsfélagsins Krypton. Samhliða því var undirritaður 14 ára leigusamningur við Keahotel ehf. um rekstur hótelsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Kaupverðið er trúnaðarmál en reiknað er með að kaupin auki brúttóhagnað Regins um 5%.

Í tilkynninguinni segir að Hótel Kea falli vel að fjárfestingarstefnu Regins en eins og kom fram í skráningarlýsingu félagsins þá stefnir Reginn á að auka breiddina í tegundum atvinnuhúsnæðis og hluti af því er að fjárfesta í verkefnum tengdum ferðamannaiðnaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×