Viðskipti

Laun hækkuðu um 0,5% milli ársfjórðunga

Regluleg laun voru að meðaltali 0,5% hærri á þriðja ársfjórðungi 2012 en í ársfjórðungnum á undan. Frá fyrra ári hækkuðu laun um 5,6% að meðaltali, hækkunin var 5,8% á almennum vinnumarkaði og 5,1% hjá opinberum starfsmönnum.

Viðskipti innlent

Lárus og Magnús Arnar á­kærðir sem aðal­menn

Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fjórum mönnum í Aurum-málinu svokallaða, þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Lárusi Welding, Magnúsi Arnari Arngrímssyni og Bjarna Jóhannessyni. Þeir eru ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við sex milljarða lánveitingu Glitnis í maí 2008.

Viðskipti innlent

Jón Ásgeir um Aurum málið: Nýbúið að selja félagið á 36 milljarða

Jón Ásgeir Jóhannesson hefur ekki svararð ítrekaðri beiðni Vísis um viðtal. Fréttablaðið fullyrðir í dag að hann og Lárus Welding hafi verið ákærðir í svokölluðu Aurum máli, en eftir því sem Vísir kemst sem ákærður hefur verið í svokölluðu Aurum máli, hefur ekki svarað ítrekaðri beiðni Vísis um viðtal. Vísir hefur aftur á móti undir höndum bréf sem hann sendi sérstökum saksóknara vegna rannsóknar málsins þann 10. desember

Viðskipti innlent

Launakostnaður dregst saman

Heildarlaunakostnaður á greidda stund dróst saman á þriðja ársfjórðungi frá fyrri ársfjórðungi um 1,1% í byggingarstarfsemi, 2,0% í iðnaði, 4,3% í samgöngum og um 4,6% í verslun.

Viðskipti innlent

Sérstakur saksóknari tjáir sig ekki um rannsóknina á Aurum

Fram hefur komið í fréttum að grunur leikur á að Glitnir hafi veitt félaginu FS38 sex milljarða lán árið 2008 til kaupa á eignarhlut Fons í breska félaginu Aurum Holdings, sem er umsvifamikið fyrirtæki í rekstri skartgripaverslana. Bæði Fons og FS38 voru í eigu Pálma Haraldssonar. Grunsemdir eru um að kaupverðið hafi verið margfalt hærra en raunvirði hlutarins og að lánveitingin hafi meðal annars verið framkvæmd til að losa um tvo milljarða króna í reiðufé, annan fyrir Pálma og hinn fyrir Jón Ásgeir Jóhannesson.Sérstakur saksóknari, Ólafur Þór Hauksson, vill ekkert tjá sig um stöðu Aurum málsins. Fréttavefur DV fullyrti í kvöld að búið væri að gefa út ákæru í málinu. Ekki væri vitað hverjir eru ákærðir.

Viðskipti innlent

Hægt verði að standa við ákvæði kjarasamninga

Vilhjámur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins reiknar með að hægt verði að standa við ákvæði kjarasamninga um almennar launahækkanir hinn 1. febrúar næst komandi. Hann segir forsendur kjarasamninga hins vegar hafa veikst af ýmsum ástæðum. Í hádegisfréttum okkar sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri að ekki væru miklar forsendur til launahækkana á næsta ári umfram kjarasamninga.

Viðskipti innlent

Býst við milljarða tapi af Vaðlaheiðargöngum

Tap á framkvæmdum við Vaðlaheiðargöng gætu numið um 4,3 milljörðum króna. Þetta sýna niðurstöður Vilhjálms Hilmarssonar hagfræðings sem vann meistaraverkefni í hagfræði við Háskóla Íslands þar sem hann kannaði málið. Vilhjálmur hlaut Verðlaun Skúla fógeta, sem verðbréfafyrirtækið Gamma, veitir fyrir verkefnið sitt. Það var Ásgeir Jónsson, doktor í hagfræði, sem veitti verðlaunin en hann var formaður dómnefndar.

Viðskipti innlent

Bakreikningur ógnar framtíð FIH bankans

Dómsmál sem er í uppsiglingu gegn Bankaumsýslu Danmerkur (Finansiel Stabilitet) gæti endað með stórum bakreikningi til FIH bankans. Þar með myndu minnka enn frekar möguleikar Seðlabanka Íslands á að fá helminginn af söluverðinu fyrir FIH bankann endurgreiddan.

Viðskipti erlent

Vaxtagjöld heimilanna hafa dregist saman

Vaxtagjöld íslenskra heimila drógust nokkuð saman árin 2010 og 2011 í kjölfar lægri vaxta og endurskipulagningar á efnahagsreikningum heimila. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn á Alþingi um vexti og framfærslukostnað.

Viðskipti innlent