Viðskipti innlent

Jarðboranir með nýjan samning á Dominica

Það var Vilhjálmur Guðmundsson, framkvæmdastjóri sem undirritaði samninginn fyrir hönd Jarðborana hf., en fyrir hönd stjórnvalda á Dominica, Lucian Blackmoore ráðuneytisstjóri í orkumálaráðuneytinu.
Það var Vilhjálmur Guðmundsson, framkvæmdastjóri sem undirritaði samninginn fyrir hönd Jarðborana hf., en fyrir hönd stjórnvalda á Dominica, Lucian Blackmoore ráðuneytisstjóri í orkumálaráðuneytinu.
Jarðboranir undirrituðu í vikunni nýjan borsamning við stjórnvöld á eyjunni Dominica. Um er að ræða boranir á tveimur jarðhitaholum.

Í tilkynningu segir að ekki sé langt síðan Jarðboranir undirrituðu annan samning vegna borunar á jarðhitaholum á eyjunni Montserrat. Báðar þessar eyjur eru í karabíska hafinu þar sem jarðhita er að finna víða.

Verðmæti beggja samninga er um 12 milljónir dollara en áætlað er að bæði verkin taki um 8 mánuði. Í verkið verður notaður borinn Sleipnir sem hefur um 100 tonna lyftigetu.

Fyrr á árinu boruðu Jarðboranir 3 rannsóknarholur á eyjunni Dominicu sem staðfestu að á eyjunni er að finna jarðhita. Það varð til þess að stjórnvöld ákváðu að bora 2 nýjar og fullvaxnar jarðhitaholur í þeim tilgangi að virkja í fyrsta áfanga nægjanlega orku til að uppfylla núverandi eftirspurn á eyjunni eftir raforku. Í dag er orkan framleidd með diesel olíu sem flutt er inn frá Venúsúela, og er orkukostnaður í samræmi við það mjög hár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×