Viðskipti innlent

Sá besti með tæplega 60 prósent ávöxtun

Magnús Halldórsson skrifar
Sá sem bestum árangri hefur náð í Ávöxtunarleiknum hefur náð að ávaxta spilapeninga sína um 59,6 prósent, en sá sem er í öðru sæti hefur náð að ávaxta spilapeninga sína um 41,86 prósent.

Stefán Jónsson er í efsta sæti sem stendur, miðað við stöðu mála eins og hún var við lokun markaða í gær, en leikurinn hófst formlega 1. október síðastliðinn. Um sex þúsund eru nú þátttakendur í leiknum.

Skráning í leikinn er á Vísir.is og fær hver notandi 10 milljónir Keldukróna til að fjárfesta með í mismundandi eignaflokkum, hlutabréfum, skuldabréfum, sjóðum og gjaldeyri. Leikurinn er samstarfsverkefni Keldunnar, sem á og rekur leikinn, Vísis.is, VÍB eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, Nasdaq OMX kauphallar Íslands og Libra.

Vegleg verðlaun verða í boði fyrir þann sem skilar bestu ávöxtun þegar keppnin verður gerð upp næsta vor. Vinningar fyrir sigurvegara keppninnar eru m.a. flug fyrir tvo til New York og 200.000 kr. inneign í sjóðum hjá VÍB.

Facebook síðu leiksins má sjá hér, en inn á henni birtast helstu tilkynningar um framgang leiksins.

Innskráning í leikinn fer fram hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×