Viðskipti

AGS segir að meira þurfi til í Bandaríkjunum

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) telur að samkomulagið sem kom í veg fyrir svokallað fjárlagaþverhnípi í Bandaríkjunum nú um áramótin sé ekki nægileg aðgerð til þess að takast á við efnahagsörðugleika landsins og fjárlagahalla þess til lengri tíma. Mun meira þurfi að koma til.

Viðskipti erlent

Seðlabankinn greip inn í viðskipti á Gamlársdag

Krónan hefur ekki verið veikari í tæplega tvö ár, en Seðlabanki Íslands átti viðskipti fyrir um sex milljónir evra, ríflega milljarð króna, til þess að vinna gegn hraðri veikingu krónunnar milli jóla og nýárs. Samkvæmt opinberu gengi Seðlabankans er nú hægt að fá 208 krónur fyrir pundið, og tæplega 23 krónur fyrir hverja danska krónu.

Viðskipti innlent

Kortið straujað 7% meira en síðustu jól

Í desember varð heildarveltuaukning á Visa kreditkortaviðskiptum um 7 % ef miðað er við sama tímabil í fyrra samkvæmt Valitor sem birtir mánaðarlega samanburð á veltutölum milli ára sem sýna breytingar á tilteknu tímabili á notkun íslenskra Visa kreditkorta.

Viðskipti innlent

Markaðir bregðast vel við samkomulagi í Bandaríkjunum

Verðbréfamarkaðir víða um heim hafa brugðist vel við samkomulagi í bandaríska þinginu sem kemur í veg fyrir að svonefnt fjárlagaþverhnípi hafi myndast, en ef samkomulagið hefði ekki náðst hefðu opinber fjármál bandaríska ríkisins komist í uppnám. FTSE vísitalan breska hækkaði um 1,5 prósent, DAX vísitalan þýska um 1,6 prósent og CAC 40 vísitalan franska um 1,4 prósent. Nær allsstaðar hækkuðu vísitölur og má rekja þær til samkomulagsins í Bandaríkjunum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Viðskipti erlent

Arion banki orðinn stór hluthafi í Högum

Arion banki hefur yfirtekið allan eignarhlut dótturfélags síns Eignabjargs ehf. í Högum eða sem samsvarar 4,33% eignarhaldi. Fyrir yfirtökuna fór bankinn beint með 1,27% atkvæðisréttar í Högum en eftir yfirtökuna fer bankinn beint með 5,60% atkvæðisréttar.

Viðskipti innlent

Skuldir aukast um ellefu milljarða í ár

Stjórnvöld munu auka skuldir ríkissjóðs um ellefu milljarða króna á þessu ári. Þetta kemur fram í yfirliti um lántökur ríkissjóðs á næsta ári sem birt hefur verið á vefsíðu Kauphallarinnar og ábendingum frá fjármálaráðuneytinu.

Viðskipti innlent

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur snarhækkað frá því í gærkvöldi en ástæðan fyrir þessum hækkunum eru að báðar deildir Bandaríkjaþings hafa samþykkt frumvarp sem forðaði landinu frá svokölluðu fjárlagaþverhnípi.

Viðskipti erlent

Fjárlagaþverhnípið blásið af í nótt

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í nótt frumvarpið sem kemur í veg fyrir svokallað fjárlagaþverhnípi í Bandaríkjunum. Öldungadeild þingsins samþykkti þetta frumvarp með miklum meirihluta í gærmorgun. Í fulltrúadeildinni voru 257 meðmæltir frumvarpinu en 167 voru á móti.

Viðskipti erlent

Verslun að stóreflast í Rússlandi

Verslun í Rússlandi hefur stóreflst á skömmum tíma og hafa verslanir sprottið upp, einkum í nágrenni höfuðborgarinnar Moskvu. Stórar verslunarmiðstöðvar hafa verið byggðar á undanförnum árum og sér ekki fyrir endanum á uppbyggingartímabilinu, að því er fram kemur í grein New York Times um verslun í Rússlandi.

Viðskipti erlent

Fréttaskýring: Þræðir seðlabankamanna liggja víða

Þræðir margra af valdamestu seðlabankastjórum heimsins liggja saman í gegnum alþjóðlegt samstarf seðlabanka, sem hefur stóraukist eftir að þrengja tók að fjármálamörkuðum um allan heim, um mitt ár 2007. Frá haustmánuðum 2008 hefur samstarfið aukist jafnt og þétt, ekki síst í gegnum starfsemi Alþjóðagreiðslubankans í Basel.

Viðskipti erlent

RÚV tapaði 85 milljónum

Tap Ríkisútvarpsins á rekstrarárinu 1. september árið 2011 til 31. ágúst 2012 nam 85 milljónum króna. Samkvæmt efnahagsreikningi er bókfært fé félagsins um 651 milljón krónur en eiginfjárhlutfall félagsins nemur 11.7 prósentum. Eignir Ríkisútvarpsins nema 5.6 milljörðum króna.

Viðskipti innlent

Baltasar og Leifur eru stærstu hluthafar í Truenorth

Töluverðar breytingar urðu á hluthafahópi kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Truenorth í janúar á þessu ári. Með breytingunni urðu Leifur B. Dagfinnsson og Baltasar Kormákur Baltasarsson stærstu eigendur fyrirtækisins, en þeir eiga 32% hlut hvor eða samtals 64%. Fjórir lykilstarfsmenn hjá fyrirtækinu eiga svo hin 36%. Það eru þau Helga Margrét Reykdal, Finnur Jóhannsson, Rafnar Hermannsson og Þór Kjartansson.

Viðskipti innlent

Hátt reitt til höggs

"Það er alveg ljóst að það var hátt reitt til höggs,“ segir Þórður Bogason, verjandi Guðmundar Hjaltasonar í Vafningsmálinu. Guðmundur og Lárus Welding, forstjóri Glitnis, fengu í dag níu mánaða fangelsisdóm, þar af sex mánuði skilorðsbundna. Guðmundur Hjaltason var ekki viðstaddur dómsuppsögu. Það var hins vegar Lárus Welding en hvorki hann né Óttar Pálsson, verjandi hans, vildu tjá sig um dómsuppsöguna. Þórður Bogason segir að niðurstaðan sýni að sérstakur saksóknari þurfi að fara í naflaskoðun á því hvernig hann vinnur hlutina.

Viðskipti innlent